Dvöl - 01.07.1945, Qupperneq 5
ÐVÓL
147
-------------------------
WILLIAM WYMACK JACOBS er
fœddur 8. sept. 1863 í London. Hefur
skrifaö nokkrar langar skáldsögur, en
liina miklu frægö sína hefur hann
einkum hlotiö fyrir smásagnagerð.
Smásögur hans fjalla margar hverjar
um sjómannalíf. W. W. Jakobs er tal-
inn meðal allra fremstu smásagnaliöf-
unda Breta og sagan, sem hér er birt
ein allra bezta smásaga lians. Eftir
lienni hefur verið gert leikrit, sem flutt
var í íslenzka útvarpið fyrir nokkrum
árum og vakti mikla atliygli. Nefndist
það „Apakrumlan". í Dvöl liafa birzt
eftir hann sögurnar Spámaöurinn og
Týndi eigimnaöurinn.
v_____________________________________'y
Áheyrendurnir hölluðu sér fram
með ákefð. Gesturinn bar í hugs-
unarleysi tómt glasið að vörum
sér og lagði það síðan frá sér
aftur. Húsráðandi fyllti það fyrir
hann.
„Á að líta,“ sagði liðsforinginn
og fálmaði í vasa sinn, „er þetta
bara venjuleg lítil loppa, skorpin
eins og sköturoð.“
Hann tók eitthvað upp úr vasa
sínum og rétti það fram. Frú White
hörfaði frá og gretti sig, en sonur
hennar tók við loppunni og skoð-
aði hana með forvitni.
„Og hvað er merkilegt við hana?“
spurði White gamli. Hann tók við
loppunni af syni sínum, virti hana
fyrir sér og lagði hana á borðið.
„Gamall fakír gæddi hana töfra-
mætti,“ sagði liðsforinginn. „Það
var afar helgur maður. Hann lang-
aði til að sýna að forlögin stjórn-
uðu lífi mannanna, og þeir sem
skiptu sér af þeim gerðu það sér
til meins. Hann kvað svo á að
þrír menn skyldu geta fengið með
henni þrjár óskir hver.“
Hann var svo þungbúinn á svip
að áheyrendurnir fundu að glettn-
islegur hlátur þeirra lét hálf illa
í eyrum.
„Nú, hvers vegna óskið þér yður
ekki?“ sagði Herbert.
Hermaðurinn leit á hann á þann
hátt sem miðaldra menn eru van-
ir að líta á hrokafulla unglinga.
„Ég hef gert það,“ sagði hann lágt,
og bólugrafið andlit hans fölnaði.
„Og fenguð þér virkilega óskirn-
ar uppfylltar?“ spurði frú White.
„Já,“ sagði liðsforinginn, og
staupið glamraði við sterklegar
tennur hans.
„Og hefur einhver annar óskað
sér?“ spurði gamla konan.
„Já, sá sem fyrst átti loppuna
óskaði sér þrisvar. Ég veit ekki
hverjar fyrri óskirnar voru, en í
þriðja sinn óskaði hann sér dauða.
Þannig komst ég yfir loppuna.“
Rödd hans var svo alvarleg að
þögn sló á hópinn.
„Ef þú ert búinn að óska þér
þrisvar, Morris, þá hefir þú ekkert
að gera með hana lengur,“ sagði
gamli maðurinn að síðustu. „Til
hvers geymirðu hana?“
Hermaðurinn hristi höfuðið.
„Sérvizka, býst ég við,“ sagði hann
hægt. „Mér datt reyndar í hug aö
selja hana, en ég held ekki ég geri
það. Hún hefur þegar valdið nógu