Dvöl - 01.07.1945, Síða 9
D VÖL
151
að nota hann við vinnu í garðin-
um. Síðan taeið hún eins þolinmóð
og nokkur kona getur beðið eftir
því að hann hreyfði erindinu, en
hann var í fyrstu kynlega þögull.
„Ég — var beðinn að finna ykk-
ur,“ sagði hann að lokum, og beygði
sig áfram og strauk bómullarkusk
af buxunum sínum. „Ég kem frá
Maw og Meggins."
Gamla konan hrökk saman. „Er
eitthvað að?“ spurði hún og dró
þungt andann. „Hefur eitthvað
komið fyrir Herbert? Hvað er það?
Hvað er það?“
Maður hennar greip fram í.
„Svona, svona, mamma," sagði
hann fljótt. „Seztu niður, og vertu
ekki með neinar grillur. Ég er viss
um að þér færið okkur engar sorg-
arfregnir, maður minn;“ og hann
leit bænaraugum á komumann.
„Því miður — —,“ sagði gest-
urinn.
„Er hann meiddur?“ spurði móð-
irin áköf.
Gesturinn kinkaði kolli til sam-
þykkis. „Skaðmeiddur,“ sagði hann
lá,gt, „en nú líður honum vel.“
„Ó, lof sé Guði!“ sagði gamla
konan og spennti greipar. „Lof sé
Guði fyrir það! Lof sé-------
Hún þagnaði skyndilega er hinn
ægilegi sannleikur rann upp fyiir
henni og hún las staðfestingu hans
1 andliti gestsins. Hún greip and-
ann á lofti, sneri sér að manni
sínum, sem var seinni að átta sig,
og lagði skjálfandi höndina á
handlegg hans. Síðan varð löng
þögn.
„Hann lenti i vélarnar,“ sagði
gesturinn að lokum lágri rödd.
„Lenti í vélarnar,“ endurtók
White gamli sljólega; „já.“
Hann sat og starði tómlátlega
út um gluggann, tók hönd konu
sinnar og þrýsti hana eins og hann
hafði verið vanur að gera í til-
hugalífi þeirra tæpum fjörutíu ár-
um áður.
„Hann var sá eini sem við átt-
um eftir,“ sagði hann og sneri sér
hægt að gestinum. „Það er þung-
bært.“
Ókunni maðurinn ræskti sig og
gekk hægt út að glugganum. „Fé-
lagsstjórnin bað mig að færa ykkur
einlæga samúð sína í þessari miklu
sorg,“ sagði hann án þess að líta
við. „Þið skiljið að ég er ekki ann-
að en þjónustumaður þeirra og geri
aðeins það, sem mér er skipað.“
Þau svöruðu engu. Andlit gömlu
konunnar var fölt, augun starandi,
andardrátturinn heyrðist ekki.
Svipur manns hennar var einna
líkastur því, að hann hefði verið í
sporum vinar síns, liðsforingjans, í
fyrstu orustu hans.
„Ég átti að segja að Maw og
Meggins tækju enga ábyrgð á
þessu,“ hélt gesturnn áfram. „En
með tilliti til hinnar dyggu þjón-
ustu sonar ykkar vilja þeir veita
ykkur ákveðna upphæð í sonar-
bætur.“
White gamli sleppti hönd konu