Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 12
354
D V Ö Ii
óska þess að sonur minn lifni aft-
ur.“
Töfragripurinn féll á gólfið, og
gamli maðurinn virti hann fyrir
sér með hryllingi. Svo hneig hann
skjálfandi niður á stól, en gamla
konan gekk með leiftrandi augna-
'ráði út að glugganum og lyfti upp
tjaldinu.
Hann sat kyrr unz honum varð
hrollkalt, og leit við og við til
gömlu konunnar, sem horfði stöð-
ugt út um gluggann. Kertisstúfur-
inn, sem var brunninn niður móts
við barminn á postulínsstjakanum,
varpaði flöktandi birtu á loft og
veggi. Að lokum blossaði loginn
upp sem snöggvast og dó út. Gamla
manninum fannst þungu fargi af
sér létt er töfragripurinn hafði
brugðizt Hann skreiddist aftur upp
í rúmið, og litlu síðar lagðist gamla
konan þögul og sinnulaus við hlið
hans.
Þau lágu bæði þögul og hlustuðu
á tifið í klukkunni. Það marraði í
stiga, og tístandi mús skauzt með
hávaða gegnum þilið. Myrkrið lá á
þeim eins og mara, og þegar gamli
maðurinn hafði legið nokkra stund
og hert upp hugann, tók hann eld-
spýtnastokkinn, kveikti á einni
spýtu og fór niður að sækja kerti.
Neðan við stigann slokknaði á
spýtunni, og hann dokaði við til
að kveikja á annarri, og í sama
taili var bankað á útidyrnar svo lágt
og laumulega að það var varla
hægt að heyra það.
Spýturnar duttu úr hendi hans.
Hann stóð grafkyrr og stóð á önd-
inni unz aftur var bankað. Þá
sneri hann við og flýði í ofboði aft-
ur upp í svefnherbergið og lokaði
hurðinni á eftir sér. í þriðja sinn
sinn var bankað svo kvað við um
húsið.
„Hvað er þetta?“ hrópaði gamla
konan og hrökk við.
„Rotta,“ sagði gamli maðurinn
skjálfandi rödd, — „rotta. Hún
skauzt fram hjá mér í stiganum.“
Kona hans settist upp í rúminu
og hlustaði. Aftur bergmálaði
þungt högg um húsið.
„Það er Herbert!“ æpti hún. „Það
er Herbert!"
Hún hljóp til dyranna, en maður
hennar varð á undan henni, greip
í handlegg hennar og hélt fast.
„Hvað ætlarðu að gera?“ hvísl-
aði hann hásri rödd.
„Það er drengurinn minn; það er
Herbert!" hrópaði hún og brauzt