Dvöl - 01.07.1945, Page 16
158
DVÖI.
Jólanótt í Uppsölum
Eftir Albert Engström
Andrés Kristjánsson, íslenzkaði
Ég ætlaði að taka grískupróf í
febrúar og neyddist því til að
dvelja í Uppsölum yfir jólin, til
þess að eyða ekki tímanum í veizl-
ur, dansleiki og sleðaferðir. Sá
einn, sem hefur haldið jól í Upp-
sölum, fjarri heimili sínu, getur
sett sig í mín spor. Dapurlegri
angurværð stafar frá götuljósun-
um milli húsaraðanna, og inni í
herbergjum stúdentanna er enn
einmanalegra og skuggalegra.
Stjörnurnar, sem blika á hinum
svarta himni yfir litla bænum,
virðast ekkert skyldar hinum fögru
og ljómandi jólastjörnum barn-
anna, er þær tindra yfir glöðum
jólablysum og kófsveittum hestum,
og bjöllurnar klingja svo hátt-
bundið, að það minnir á dans. Hin
víðlenda slétta umhverfis bæinn
er myrk og eyðileg. Hin fáu ljós eru
eins og luktir á ístepptum skipum.
En inni á Gastis sitja þeir heimilis-
lausu í dimmustu hornunum, einir
sér, og láta sig dreyma yfir bragð-
daufu ölglasinu um ilmandi krásir
og ljómandi jólatré.
Já, ég átti að vera yfir jólin í
Uppsölum. Við vorum tveir, sem
áttum að láta okkur leiðast saman,
við Friðþjófur.
Ég gisti hjá honum, því að ég
þorði ekki fyrir mitt litla líf að fara
heim í herbergið mitt, því þar var
geðill kerling, sem heimtaði pen-
inga, og brenni hafði verið óþekkt
munaðarvara þar í marga daga.
Ég svaf á legubekknum hans Frið-
þjófs, því að í Uppsölum sefur hús-
ráðandinn alltaf í bezta rúminu.
Við höfðum engan eld, en það var
olía á lampanum, og það var þó
svolitill ylur af honum. Ég vafði
ullarteppinu hans Friðþjófs utan
um mig. Það var prjónateppi og á
því voru heilar vetrarbrautir af
gulum bómullarstjörnum, en milli
þeirra voru svo stór göt, að maður
gat stungið hendinni í gegnum
þau. En teppið var svo stórt, að ég
gat vafið því tvisvar um visinn
kroppinn, og ef maður var hepp-
inn, stóðust götin ekki á.
Hið eina, sem gat fengið mig til
að líta bjartari augum á lífið, var
það, að ég átti fimmkall, sem þó
átti að nægja okkur báðum yfir
hátíðisdagana. Tóbak áttum við.
Morgunverð, buff og ölglas, feng-