Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 18
160
DVÖL
ALBERT LAURENTIUS JOHANNES
ENGSTRÖM er fœddur 12. maí 1869
í Lönneberga í Svíþjóö. Hann lagði
ungur stund á teiknun og varð
snemma kunnur skopteiknari. Hann
gaf út mörg skopmyndasöfn, og urðu
myndir hans af bœndum og flökkur-
um einkum frœgar. Engström skrifaði
töluvert af smásögum, einkum gaman-
sögum og jafnan skreytti hann þœr
myndum. Árið 1897 kom út eftir liann
bók, sem nefndist „Gullna bókin“ og
liafði inni að halda háðmyndir og
gamansögur, og árið 1903 var smá-
sagnasafn hans gefið út. — / Dvöl hafa
birzt eftir hann ýmsar smásögur og
greinar. Er þetta lielzt: Reykjavík,
Þingvallaferð, Brot úr œviminningum,
Skógarpúkar og Stúdentabrellur.
þær, svo að þær líktust einhverjum
dularfullum og risavöxnum hlut-
um, og innsiglað þær með ótrúlega
fyndnum orðskviðum. Járnbraut-
arverkfræðingurinn tók sjálfur á
móti þeim í forstofunni. Hann
hnyklaði brýrnar, og tillit hans
smaug gegnum merg og bein, og
við roðnuðum, eins og smádrengir
einir geta roðnað. Ó, þessi sak-
lausa æska.
Nú ætluðum við að halda hina
einmanalegu jólanótt heilaga og
keyptum einn pott af púnsi. Það
var tekið að skyggja, þegar við
höfðum komið okkur fyrir í kalda
útilegukofanum okkar.
Við helltum í glösin og drukkum
þegjandi. Það var glóð í pípunum,
og myrkrið læddist inn í herbergið.
Við hugsuðum heim til þeirra, sem
söknuðu okkar í kvÖld, og við feng-
um kökk í hálsinn og varð þungt
um hjartað. Hvað átti nú að verða
um okkur, þessa heimskingja? Hin
litla í'önd af himninum, sem við sá-
um út um gluggann yfir snævi
þakin húsþökin, var blágræn í sið-
asta bjarma sólsetursins. Frostrós-
irnar sindruðu á rúðunum.
Við kveiktum á lampanum. Við
kveiktum upp í ofninum með öllum
þeim dagblöðum, sem við áttum.
En það var skammgóður vermir.
Ættum við að fórna stól? Við gát-
um vel séð af einum, sem alltaf
sendi rykský upp í loftið, þegar
við settumst í hann. Þetta var góð
hugmynd, og við skáluðum fyrir
henni og rifum stólinn þegar sund-
ur. Setan átti að vera í uppkveikju.
En við urðum að eyða hálfum eld-
spýtnastokk, áður en eldurinn log-
aði. Fullt glas af steinolíu gerði
hann að stóru báli. Það þaut og
brast í sprungnum ofninum, og
hann varö eins og þriðji félaginn,
glaður náungi, sem sagði sögur og
hló dynjandi gleðihlátri.
En eiginlega var réttast að fara
út og athuga mannlífið. Við geng-
um niður eftir götunni, og um leið
og við ætluðum að beygja inn á
torgið, komum við auga á mann,
sem við þekktum vel. Hann stóð
þar á horninu.
Það var Yxlöv gamli. Hann var
auðsjáanlega allkenndur, og hafði
líklega gleymt að taka inn olíuna.