Dvöl - 01.07.1945, Síða 28

Dvöl - 01.07.1945, Síða 28
170 D V Ö Ij Það, sem pokinn hafði að geyma, var auðsjáanlega aleiga þessa manns. Það var ömurleg útkoma, fannst henni. Maðurinn var áreið- anlega kominn talsvert yfir tvítugt og þesslegur að hann hefði unnið mikið en sennilega hafði hann þá líka slæpzt á milli og farið illa með allt, sem honum hafði áskotnazt. Hún hengdi vinnuföt Andrésar á snaga í framhýsi, en lagði nærföt hans kyrfilega ofan í dragkistu. Aftur hristi hún höfuðið, þetta voru skjóllausir normalgreppar, einhverju þurfti hún við að bæta, svo að hún gæti varið það fyrir samvizku sinni, að maðurinn stæði yfir fé í vetrarhörkum. Allt kvöldið sat Andrés á rúmi sínu og gaut augunum sitt á hvað. Fáir urðu til að yrða á hann, en húsfreyja lánaði honum Tímann og ísafold, sem komið höfðu með pósti daginn áður. Það leit ekki út fyrir að hann hefði mikinn áhuga á blaðalestri. Aftur á móti reyndi hann að hæna að sér kött- inn, sem hafði setzt álengdar og gaf nánar gætur að þessum nýja heimilismanni. Stundarkorn gutu þeir augunum hvor til annars, síð- an laumaðist kötturinn til Andrés- ar og nuddaði sér upp við hann, en Andrés strauk honum frá hnakka aftur á stýri með stórri, barkaðri hendi. Litlu seinna lá kötturinn malandi á hnjám hans. Þannig hófst vinátta þeirra. Þegar kötturinn var svona sæll og öruggur í fangi ókunnuga mannsins taldi litli drengurinn, sem hafði tvístigið í hjónahúsdyr- unum, sér óhætt líka og fór að mjaka sér nær. „Hvað heitir þú, stúfur?“ spurði Andrés. „Kristinn, kallaður Kiddi. En hvað heitir þú?“ „Andrés, kallaður Drési.“ „Áttu nokkuð skrítið?" spurði drengurinn. Andrés tók upp lítinn vasaspegil með mynd af bískældum negra á bakinu, einnig tvíblaðaðan vasa- hníf með hvítum kinnum. Þetta þótti drengnum merkilegir munir og skoðaði þá vandlega. Síðan sótti hann bálk fram í stóarhús og vildi fá Andrés til að tálga fugl, en Andrés var ekki leikinn í listinni og lánaðist ekki fyrsta tilraunin, en lofaði að reyna aftur. Kiddi litli kallaði vetrarmann- inn Drésa; þann nafnsið tók heim- ilisfólkið eftir honum. Það lék ekki á tveim tungum að Drési væri mesti gallagripur. Hann var alveg óvanur starfinu, sem hann hafði ráðið sig til, en komst þó fljótt inn í það, mest fyrir það að hann var að upplagi hneigður fyrir skepnur og natinn við þær. Þá daga, sem féð var alveg á gjof, voru honum ætlaðir ýmsir snúningar heima við, en hann var dorskur og oft erfitt að koma tauti við hann. Húsbónd- inn var iðulega að heiman, og þá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.