Dvöl - 01.07.1945, Page 37
Ð VÖL
179
Gabríella Mistral
hiaui bókmenntaverbiaun Nobeis fyrir árið 1945
Bókmenntaverölaun Nobels eru veitt
i nóvember ár hvert og afhent hinn 10.
des. Margar getgátur voru á lofti nú
sem jafnan fyrr er leið að þessum tíma.
Mörg nöfn höfðu verið nefnd í þessu
sambandi, en enginn hafði þó nefnt þá
konu er verölaunin hlaut, enda var hún
svo að segja óþekkt í norrænum bók-
menntaheimi til þessa tíma.
Gabríella Mistral er fimmta konan,
sem hlýtur þennan heiöur. Hún er
kennslukona suður í Chile, og heitir
réttu nafni Lucila Godoy Alcayaga. Hún
er af spönskum ættum og lágu bergi
brotin. FaÖir hennar yfirgaf fjölskyldu
sína þegar hún var barn að aldri. í
barnaskóla þótti hún svo treggáfuð að
henni var vísað úr skóla, en þá hóf hún nám á eigin spýtur og gerðist
síðan kennslukona í smábæ einum. Litlu seinna trúlofaðist hún, en
unnusti hennar stráuk von bráðar frá henni. Eftir nokkurn tíma kom
hann þó aftur, en stytti sér aldur skömmu eftir heimkomuna. Þetta
fékk mjög á Lucilu og tók hún þá að yrkja ljóð, og vakti fyrst athygli
á sér með erfiljóðum eftir unnusta sinn. Árið 1922 kom fyrsta kvæða-
bók hennar út í New ork og kallaðist hún Desoácion (Örvænting) og
1924 hin næsta í Madrid og nefndist hún Ternura (Ástúð). Eru það
einkum ljóð fyrir börn. Árið 1938 kom svo síðasta og stærsta ljóðabók
hennar út og nefndist Tala. Hún var gefin út til ágóða fyrir spönsk
flóttabörn.
Gabríella Mistral er mjög lítt kunn á Norðurlöndum, en þó hefur
sænska skáldið Hjalmar Gullberg þýtt á sænsku nokkur ljóð eftir
hana. Hér eru engin tök á að lýsa skáldskap Gabríellu Mistral að þessu
sinni, en eftir þýðingum Gullbergs að dæma virðist hún vera mjög
þroskað og fágað ljóðskáld. Hún er nú um sextugt og langfrægasta
ljóðskáld Suður-Ameríku.