Dvöl - 01.07.1945, Side 38
180
D VÖI.
Fallega stúlkan frá Portillon
Eftir Honoré de Balzac
Stúlkan frá Portillon, sem seinna
— eins og allir muna — giftist
Tascherau, var þvottakona áður
en hún gekk í hjónabandið og
stundaði þetta starf í Portillon. Og
ef þið þekkið ekki bæinn Tours,
get ég sagt ykkur, að Portillon
stendur við ána sama megin og
nokkru neðar en St. Cyr og jafn-
langt frá brúnni, sem liggur yfir
að dómkirkjunni, og Marmoustier,
eða með öðrum orðum. að brúin er
mitt á milli þessarra nefndu bæja,
Portillon og Marmoustier. Skil-
urðu? Ágætt. — Nú, þarna hafði
stú!kan þvottahús sitt, og þaðan
gat hún gengið með þvottinn ofan
að ánni og skolað hann. Svo fór
hún með þvottinn yfir ána til St.
Martin, Chateauneuf og fleiri bæja,
því að þar bjuggu flestir viðskipta-
vinir hennar.
Rétt um Sankti-Hansmessu, sjö
árum áður en hún gekk að eiga
hinn ágæta Taschereau, öðlaðist
hún þann þroska, sem nauðsynleg-
ur var til þess að hægt væri að
fara að elska hana. Og af því hún
var snotur stelpa lofaði hún ungu
mönnunum að elska sig án þess að
gefa nokkrum einum öðrum frem-
ur undir fótinn. Þeir sátu þar til
skiptis á bekknum undir gluggan-
um hennar sonur Rabelais, sem
átti fimm báta í förum á ánni
Loire, Marchandeau klæðskeri og
Peccard gullsmiður, en hún dró þá
alla saman á asnaeyrunum, því að
hún var staðráðin í að fara í kirkju
áður en hún byrjaði á nokkru þess
háttar, og það sýnir, að hún var
siðprúð stúlka áður en óhappið
henti hana. Hún var ein af þess-
um ungu stúlkum, sem eru dálítið
hræddar við byrjunina, en þegar
þetta er einu sinni skeð, kæra þær
sig kollóttar næsta sinn og ætíð
þaðan í frá. Slíkt verður maður að
líta á mfið skilningi.
Ungur aðalsmaður tók eftir
henni dag nokkurn, er hún var á
leið yfir ána með ferjunni. Yndis-
þokkinn ljómaði af henni í hádeg-
issólinni, og hann fór að spyrjast
fyrir um hana, því hann langaði til
að vita hver og hvaðan hún væri.
Karl einn, sem hafði þann starfa
að hreinsa allt rusl af árbakkan-
um, sagði honum að þetta væri
„fallega stúlkan frá Portillon,"
annars þvottakona að atvinnu og
alþekkt heima fyrir glaðan hlátur
og góða skynsemi. Og ungi maður-
inn, sem var klæddur í kjól og hvítt
og átti auk þess mikið af stroknu
líni heima hjá sér, ákvað að láta