Dvöl - 01.07.1945, Síða 46

Dvöl - 01.07.1945, Síða 46
188 D VÖL sums staðar aðeins nokkur hundr- uð metrar, og mesta hæðin aðeins fáein fet yfir fjöruborð Atlants- hafsins. Jarðvegurinn sandur og kórallar, þakinn kókospálinum og ýmsum hitabeltisjurtum. Þegar við fórum þessa för, var eyjan mjög einangruð og þar bjuggu aðeins fáar fjölskyldur Bahama-negra, sem áttu fullt í fangi með að hafa ofan af fyrir sér með því að veiða fisk, safna kufungum og svömpum og rækta ögn af sísal, trefja- kenndri jurt, sem notuð er í kaðla og snæri. Á síðari árum hefur fólki fjölgað á Bimini.og nú er þar lítið en þægi- legt hótel, félagsheimili fiskveiði- manna og nokkur nýtízku íbúðar- og verzlunarhús. Á hverju ári koma þangað veiðimenn frá Bandaríkjunum og Evrópu til þess að stunda þar stórfiskaveiðar í hinum fiskauðuga, hlýja sjó. Á hinum árlegu fiskveiðakeppnum í Bimini eru sett ný og ný met í stærð veiddra fiska, sverðfiska, túnfiska og annarra stórfiska, sem veiðimenn dreymir um og grobba af. Sjávarbotninn er þakinn hvít- um sandi nokkrar mílur út frá ströndinni og sjórinn er svo tær, að vel má greina alla fjölbreytni botngróðursins á 30 til 50 feta dýpi. Hvítur sandbotninn og fagur- blár himinninn, glitrandi sólskinið og síbreytilegar skýjamyndirnar hjálpast allt að því að gefa sæn- um ótrúlega töfrandi og fjölbreytt litbrigði, sem mundu fullerfitt við- fangsefni fyrir færustu málara. Bahama-eyjarnar eru eign Breta og auðvitað eru þar brezk yfirvöld. Á Bimini var brezkur hafnarstjóri, hann var líka stjórnarerindreki, lögreglustjóri, tollstjóri og eftir- litsmaður vegabréfa. og enn frem- ur var hann læknir og kennari hinna innfæddu. Vildi það til, að skip varpaði akkerum á höfninni, birtist hann með alúðlegum virðu- leika rannsakaði skjölin og vænti þess, að honum yrði boðið til mið- degisverðar, og svo veifaði hann þunglyndislega að skilnaði, þegar skipið sigldi brott. Þessi embættismaður kom nú í sína opinberu heimsókn til okkar, og við veittum athygli eftirvænt- andi augnaráði hans, og buðum honum að borða með okkur. Síðan komu dökkir prangarar á kænum sínum fram að skipinu og buðu okkur varning sinn: ýmsar teg- undir af svömpum, skrautlitaða kufunga, skjaldbökuskeljar og fleira þess háttar. Við tókum nærri okkur að hverfa undir þiljur úr dýrð hitabeltisnæt- urinnar: mjúkur, svalur blærinn, skuggaieg tign hinna risavöxnu kókospálma, sem sveigðust og rið- uðu á ströndinni, og úthafsbylgj- urnar brotnuðu á kóralrifinu utan við höfnina með mjúkum dyn. En þeir vitru sögðu, að heppileg- ast myndi að hvílast um stund,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.