Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 47
DVÖL
189
svo að við værum sem bezt búnír
undir þær erfiðu þrautir, sem við
vonuðum að biðu okkar að morgni.
Næsta morgun var risið með sól
og snæddur árbítur. Síðan hröðuðu
allir sér í vélbátinn, en áður var
búið að koma veiðiútbúnaðinum
fyrir i honum: stöngum, snúrum
og skutultækjum. Á leiðinni út
sundið lágu allir, nema sá, sem
stýrði, út yfir borðstokk bátsins,
til að njóta þeirra kynjasýna, sem
bar fyrir augu þar niðri í djúpinu.
Einn bendir uppnæmur á sex eða
átta stærðar silfurkónga (tarp-
ona), sem byltast þarna langt niðri
— konungar í riki sínu, óttast ekk-
ert og leggja því ótrauðir til or-
ustu við hvern, sem vera skal,
írema ef til vill grimmustu hákarla.
Annar hrópar í æsingu að 10 feta
langur hamarshákarl sé að gjóta
til hans hornauga neðan frá botn-
inum. Sjórinn í sundinu var svo
tær, að greinilega sást til botns.
Þegar út úr sundinu var komið,
skyggndust allir með ákefð út yfir
vaxandi undiröldur Golfstraums-
ins eftir bráð, líkt og áhöfn tund-
urspillis rýnir eftir sjpnpípu kaf-
báts á stríðshættusvæði.
Að lítilli stundu liðinni beindi
Thompson skipstjóri athygli okkar
að löngum, dökkum skugga
skammt neðan sjávarborðsins. Var
bátnum snúið í áttina að þessu,
og kom þá í ljós, að þetta var
stærðar hnísa, af tegund, sem
Ameríkumenn kalla síldarsvín
(Herring-hog). Hún var sjo fet á
lengd og 400 pund á þyngd, og þó
að við værum ekki beint á hnísu-
veiðum, þá snerumst við áð henni.
Við komumst i gott færi og hand-
skutli var kastað. Hitti hann mark-
ið og hnísan brá við hart og títt.
Einum af óvönu veiðimönnunum
var fengin línan og skipað að ná
skepnunni sem fyrst upp að borð-
inu, og umfram allt að „halda
hausnum á henni upp úr, svo að
hún drukni ekki.“ Við hinir sátum
í makindum og skemmtum okkur
prýðilega við að horfa á, hvernig
hann reyndi af öllum mætti, en
árangurslaust, að hlýðnast skip-
uninni.
Um 20 mínútum eftir kastið var
hnísan ekki enn farin að sýna
nein þreytumerki, en sama var
ekki hægt að segja um þann, sem
togaðist á við hana. Hann var bæði
lafmóður og löðursveittur. Þá sáum
við einhver missmíði á yfirborði
sjávarins um milufjórðung frá
okkur. Helzt héldum við það vera
lébarðahákarl að rífa í sig bráð
eða einhverja stórorustu milli
íbúa djúpsins. Þarna má við öllu
búast.
Hvað sem þetta væri, vildum við
endilega komast í gott sjónfæri við
það. Þess vegna þrifu nú allir í
skutulstrenginn og vélin var látin
taka aftur á bak. Þetta gat raunar
varla talizt íþróttamannsleg að-
ferð, en það hafði tilætluð áhrif,
því að við náðum hnísunni strax