Dvöl - 01.07.1945, Page 48
190
D VÖL
upp að' borðinu, drápum hana og
innbyrtum. Og svo snerum við allri
athygli okkar — og bátnum — aö
þessum dularfulla gauragangi.
Við brunnum í skinninu eftir að
koma máske skutli í stóran lé-
barðahákarl. Sá náungi leggur ó-
trauður til orustu við allt, sem
synt getur, og fróðir menn telja
hann einn þeirra hákarlategunda,
sem ráðast á menn, er í sjóinn
lenda.
En Thompson skipstjóri er i-
skyggilega vel skyggn og auk þess
þaulkunnugur öllum sjávarkvik-
indum. Æsing okkar jókst því um
allan helming, þegar hann kallaði
allt í einu: „Verið nú viðbúnir, pilt-
ar! Þetta er sá stærsti skollafiskur,
sem ég hef nokkurn tíma séð.“
Þegar við komum nær, sýndist
mér stór flekkur af sjónum vera
svartur og hreyfast. Niðri í glærum
sjónum sá ég risavaxinn skugga,
sem líktist helzt einhverju forn-
aldar finngálkni, Blakaði það
vængjunum og veifaði löngu,
grönnu stélinu og sveif þannig
hægt áfram.
Fiskurinn hefur sennilega verið
í mestu makindum að næra sig á
einhverju góðgæti. Þegar við kom-
um að honum voru skutultækin,
sem notuð voru við hnísuna, aftur
tilbúin. Á réttu augnabliki lét
Thompson skipstjóri þyngsta skut-
ulinn hvína. Þá kom nú heldur en
ekki lif í tuskurnar.
Enginn okkar var viðbúinn þeim
djöfulgangi, sem nú hófst. Skolla-