Dvöl - 01.07.1945, Page 50
192
D VÖI
svo að við gátum öðru hverju dreg-
ið inn af dráttartaugunum. Við
vorum annað slagið ekki nema 20
til 30 fet á eftir skepnunni. Sást
hún þá greinilega ein 5—6 fet niðri
í sjónum, þar sem hún baxaði
áfram með vængjabörðunum, með
ögn minna krafti og hægar en í
upphafi.
Þá loks rann af okkur mesti
glímuskjálftinn og við áttuðum
okkur svo, að við fórum að taka
myndir. Sennilega eru það fyrstu
myndirnar, sem teknar hafa verið
af lifandi risaskötu heima hjá
henni. Á myndunum sést þó ekki
að skepnan var 22 fet á breidd og
17 fet og 1 þumlungur á lengd og
meira en 3000 pund á þyngd.
Við sáum enga leið til að binda
skjótan endi á viðureignina, en
gátum hins vegar búizt við því á
hverri stundu, að skatan kæmi upp
undir bátnum og hvolfdi okkur úr
honum í sjóinn, en það virtist okk-
ur, að ekki mundi ákjósanlegur
dvalarstaður, því að í kringum bát-
inn var allt orðið fullt af hákörl-
um, sem byltu sér þar fram og aft-
ur; höfðu þeir runnið á blóðið úr
skötunni. Okkur hraus hugur við
tilhugsuninni um að leikurinn
snerist þannig.
Til allrar hamingju bar þarna að
í þessum svifum nokkra eyjar-
skeggja á lítilli kænu. Voru þeir
að forvitnast um. hver rækallinn
gengi þarna á. Eftir nokkra vafn-
inga gátum við komið þeim í skiln-
ing um, að við bæðum þá að róa