Dvöl - 01.07.1945, Page 52
194
Sigurbur Jónsson
Arnarvatni
DVÖI
Þín fiöla er hljóð og liöndin stirð;
ei hreyföur framar boginn.
Og þögnin djúpa þrumir í kyrrð,
en þrotinn glaður loginn,
sem lék um hvarm, og bráin byrgð
— og búinn œvi-toginn.
Einn þröstur er í órafirrð
af átthögum sínum floginn.
Ei lengur strenginn strokviss hönd
fœr stillt við hljóðnœmt eyra,
því gleöifrjó og fjörug önd
hér fékk ei unniö meira.
Þín framaþrá var fœrð í bönd,
sem fábreytt kjörin reyra.
Af fagurri list á fósturströnd
var fátt að sjá og heyra.
En hjartað brann, það þráði þyrst,
og þráöi að hinzta kveldi
þá himinbornu hœstu list
í hljóms og söngva veldi.
•L
ti uiK’armn
Ó, meistara þess að geta gist
og glœðzt af þeirra eldi!
Nei, örlög buðu aðra vist
þó andinn hana ei veldi.
Við eltisnöp á útigang'
varð andans þörf að sinna.
Á tónaheimsins víðavang
var vorið œ að finna.
Þar tíndi hann blómum fullt sitt fang
viö fögnuð sœlla kynna.
— Þá rekur ei sem rótlaust þang,
er rcekja slíkt að vinna.
Af tslands sterka œttarmeið
upp undrasprotum skýtur.
En þungfœr reynist þroskans leið,
er þar ei sólar nýtur
hvn voðalöngu vetrarskeið,
svo vaxtarmáttinn þrýtur.
Ef kal á toppi kvistur beið
hann hrypplings œvi hlýtur.