Dvöl - 01.07.1945, Page 53
I
DVÖL
En vaxtárbroddinn varðir þú,
og vannst þig upp œ hœrra,
því hreinni ást, því hœrri trú,
sem hlutverk tókst þér stœrra.
Þá hraknings-kjör og basl við bú
allt buðu vonum smœrra,
var listastarf þér lífsnautn sú,
sem lífi sjálfu varð kœrra!
Þér fannst þín list eitt brota brot
hins bezta er andinn þráði,
að dœmd þér vœru vaxtarþrot,
því vöntun mörg þér liáði.
En eigin náms þó uröu not,
suo undra leikni náðir.
Að gleðihöll varð hreysi og kot,
er hrif þín fiðlan tjáði.
Þú ástum glaðl íslands son
varst oft fyrir sjónum mínum
sem Kósakkinn frá Dnjepr og Don,
er dundi í strengjum þínum,
og Ungverjalands hinn örvi son
i ástríðublossa sínum,
sem söng um œsku, ást og von,
og œttjörð í vanda brýnum.
Þú mundir und öxi óskelfdur
og eins og Jökull segja,
að: „eitt sinn deyr þó ýta hvur
og ástir lilaut ég meyja.“ —
Og þín beið ei sem einstœður
og afrœktur að deyja.
Þig leiddu inn fyrir Alföður
þœr löunn, Saga og Freyja.
lðð