Dvöl - 01.07.1945, Page 67
D VÖL
209
aði: „Lítur út fyrir að svo sé.“ Við
tölum nefnilega sjaldan meira
saman en sem þessu svarar.
Og svo fengum við okkur kvöld-
verðinn. Ég var þyrstur og glaður,
og þar er nú ein orsökin til alls.
Ég sagði við Mélie: Sjáðu nú til,
Mélie, þetta er alveg prýðilegt veð-
ur, svo ég held ég drekki eina
flösku af vökustaur. Það er hvítvín,
sem við höfum skírt þessu nafni,
vegna þess að ef þér drekkið of
mikið af því, þá getið þér ekki sofn-
að. Það er, eins og þér sjáið, alveg
mótsetning við nátthúfuna. Skiljið
þér mig?
En Mélie svaraði: „Gerðu bara
eins og þér þóknast, en þér verður
illt aftur og þú kemst ekki á fætur
í fyrramálið.“ Ég verð nú að viður-
kenna að þetta var satt og af skyn-
semi mælt, já, skarpskyggni og
framsýni. En þrátt fyrir það stóðst
ég ekki freistinguna og drakk
vökustaurinn minn. Og allt stafar
nú af því.
Jæja, ég gat ekki sofnað. Guð
minn góður. Vökustaurinn hélt mér
glaðvakandi þangað til klukkan tvö
um morguninn, en þá steinsofnaði
ég svo fast, að básúnur englanna
á dómsdegi hefðu ekki getað vakiö
mig.
í stuttu máli, konan mín vakti
mig klukkan sex, og ég þaut fram
úr rúminu, tróð mér í buxurnar og
peysuna, skolaði framan úr andlit-
inu og stökk oían í Dalíu. En það
var um seinan. Þegar við komum
að ákvörðunarstaðnum var annar
maður farinn að veiða í hylnum
mínum. Slíkt hafði aldrei skeð i
þrjú ár, og nú var mér innan
brjósts eins og verið væri að ræna
minum lögmætu eignum rétt við
nefið á mér. Ég sagði við sjálfan
mig: Fari það kolbölvað. Fjandinn
eigi það. Og konan mín fór strax að
jagast við mig. „Ha. Hvernig var
það með vökustaurinn þinn? Áfram
með þig, drykkj usvínið. Ertu nú
ánægður, beinasninn?" Ég gat
ekkert sagt vegna þess að þetta var
allt satt, sem hún sagði, svo ég reri
að landi rétt hjá hylnum og
reyndi að bjarga því, sem bjargað
varð. Ef til vill veiddi þessi náungi
ekki neitt og mundi þá hypja sig
burtu.
Þetta var lítill, skinhoraður mað-
ur í hvitum léreftsfrakka, með
stóran stráhatt á höfðinu. Bak við
hann á bakkanum sat konan hans
og föndraði við útsaum.
Þegar hún sá okkur setjast að
rétt við hliðina á þeim fór hún að
tauta við sjálfa sig: „Það eru víst
engir aðrir veiðistaðir en þessi til
við ána.“ Og konan mín, sem var
fjúkandi vond, svaraöi: „Fólk, sem
kann mannasiði, spyr fyrst um
venjur nágrannanna og biður um
leyfi áður en það sezt að í annarra
manna plássi."
Af því að ég vildi vera laus við
allt rifrildi og gauragang sagði ég