Dvöl - 01.07.1945, Side 76
218
D VÖL
næsta skipi, sem lá á djúpsævi;
áður hafði hún haldið, að Farfugl-
inn tæki mest tólf manns. Fram
og aftur héldu þau í kúlna -og
sprengjuhríðinni. Tanner varð
skotfæralaus og þau renndu að
tundurspilli, sem lét hann hafa
skotfærakassa og varahlaup á
byssuna. Hún vissi ekkert hvað
tímanum leið. kenndi einskis ótta
— einskis. Stundum spurði hún
örþreytta menn. Hafið þið séð her-
deildina hans? Kannizt þið nokk-
uð við hann? Þeir hristu höfuðið
og báðu um vatn. Hún átti ekki
meira til.
Skyndilega var ströndin auð. Þó
að hún vissi það ekki, þá stefndu
mennirnir í vestur til Dunkirk, þar
sem franskir og brezkir tundur-
spillar lögðust að landi og skipuðu
út þúsundum manna, þótt þeir
lægju undir stöðugri skothríð. Að-
eins nokkrir hópar sáust á vestur-
leið, annars var fjaran auð. Verk-
inu var lokið, en hvar var hann?
Ó, guð minn, hvar var hann?
Loftvarnabyssan var löngu þögn-
uð, án þess að hún tæki eftir. Nú,
þegar hún sneri sér við til að horfa
til lands, sá hún hvar Tanner lá
hjá byssunni með hén kreppt að
kviðnum. Hún hljóp aftur á og
kraup við hlið hans.
Úr gráfölu andliti störðu augu
hans á hana. Þar fékk ég það, skip-
stjóri. — Fyrirgefðu — Áttu vatns-
dropa.
Hún lyfti höfði hans að brjósti
sér. Það er ekkert vatn eftir.
Undrun brá fyrir í augum hans.
Svo lagði hann vangann að brjósti
hennar og dó, — í fullkomnum
friði.
Þau eltu grátt strandferöaskip
yfir til Dover. Ferris gamli fann