Dvöl - 01.07.1945, Síða 77
D VÖL
fána og vafði utan um Tanner.
Dauði Tanners gekk honum ekk-
ert nærri, því að hann hafði verið
hálf afbrýðisamur í hans garð og
talið hann aðskotadýr. Auk þess
hafði honum ekki líkað orðbragð
hans. Hann rölti að stýrishúsinu.
Hún sneri hægt stýrinu með særð-
um höndum. Hjálmur hennar lá á
sjókortinu við hliðina á tóbaks-
pípunni. Um leið og hún skynjaði
návist gamla mannsins, fann hún
einnig, að þrek hennar var þrotið.
Ferris gamli sparn fæti við
Johnnie, sem lá sofandi við fætur
hennar. Taktu stýrið, sagði hann
hranalega, um leið og hann greip
hana, grátandi og úrvinda af
þreytu.
21S
Þau lögðu að landi í herskipa-
læginu og hún fór í land að leita
að einhverjum, sem gæti látið þau
fá vatn og olíu. Á hafnargarðinum
var herlið í þúsundatali, sem verið
var að gefa mat, raða í herdeildir
og koma áleiðis. Úr sjúkraskipi
voru særðir menn bornir í gráa
sjúkrabíla. Hún vélc úr vegi fyrir
sjúkraberum með börur og varð
litið á andlitið á koddanum.
Höfuð hans var reifað, en allt í
einu opnaði hann augun og leit
beint á hana.
Ég var að leita að þér, sagði hún
blátt áfram. Hún fann ekki til
nokkurra geðhrifa.
Hann brosti. Og hér er ég. sagði
hann.
VERÐLAUNASAMKEPPNIN.
Verðlaunasamkeppni Dvalar um ferðasögu hefur verið mjög vel tekið.
Þegar hafa borizt allmargar greinar, þrátt fyrir stuttan tíma til skila.
Þá hafa þær óskir komið úr mörgum áttum, að skilafresturinn væri
framlengdur, og hefur Dvöl talið ástæðu til þess að verða við þeirn
óskum, og hefur því verið ákveðið að greinar í samkeppnina þurfi ekki
að vera komnar til ritsins fyrr en 15. janúar 1945. Hefur þetta verið
auglýst í útvarpi og blöðum.
Þegar eftir 15. janúar verða greinarnar dæmdar af dómnefnd, sem
til þess verður kvödd og tiikynnt síðar. Munu úrslit samkeppninnar
— og að líkindum verðlaunagreinin birtast í fyrsta hefti Dvalar 1946.
Skrifið ferðasögur og takið þátt í keppninni.