Dvöl - 01.07.1945, Page 80
222
D VÖL
Nú varð stutt þögn; síðan hélt
Holst áfram:
„Já, víst er um það. Slík töfrandi
lipurð næst aðeins með langri —
mjög langri æfingu.“
„Hárrétt! Ég hef oft veitt því
eftirtekt, að þegar einhver togar
á sig hanzka alveg eins og þegar
maður tekur í rófuna á ketti og
þeytir honum út úr ofnkróknum,
þá er hann vanur að ganga með
hanzka. Hann hefur------------.“
„Heyrið mig nú, kæru vinir,“
sagði ég. „Nú er nóg komið. Ykkur
finnst víst sjálfum þið vera af-
skaplega fyndnir, en það finnst
mér hreint ekki. Og ef þið finnið
upp á því að þvaðra um þetta úti
á skipinu, þá gleymi ég þvi aldrei,
skiljið þið það?“
Þeir létu mig nú nöldra í friði
um stund. Við höfðum þann sið,
þegar við héldum að einhver hefði
reiðst af spaugi. En svo kom í ljós,
að hinir höfðu líka báðir keypt
hanzka. Næsta morgun fleygðum
við öllu upplaginu í ruslakistuna.
Hanzkarnir voru óvandaðir, fúnir,
alsettir stórum, gulum flekkjum
og voru hvorki notandi heima við
né opinberlega. Við höfðum af til-
viljun rekizt á engil, en ekki höfð-
um við brugðizt henni — heldur
hafði hún brugðizt okkar trausti.
Brjóstþreknir klárar og sjóðandi straumiöufall.