Dvöl - 01.07.1945, Síða 83

Dvöl - 01.07.1945, Síða 83
„Of djúpt fyrir augliti guðs?“ Skyndilega ljómuðu augu hans. og röddin varð mild og viökvæm. „Aldrei. Þótt fen spillingarinnar sé dýpra en díki vítis, nær kærleikur Jesú Krists til hvers einasta syndara.“ Stúlkan kom aftur með skilaboð. „Ungfrú Thompson biður að heilsa og segir, að sér sé ánægja að tala við séra Davidson, bara að hann komi ekki þegar mest er að gera.“ Þögn sló á hópinn, og brosið, sem færðist yfir andlit læknisins, dó von bráðar út. Hann vissi, að konunni hans myndi gremjast, ef hann hefði gaman af ósvífni ungfrúarinnar. Þau luku máltíðinni, án þess að mæla orð. Að því búnu risu kon- urnar á fætur og tóku til við vinnu sína. Frú Macphail hafði prjónað kynstrin öll af treflum, frá því ófriðurinn skall á, og nú var enn einn í smíöum. Læknirinn kveikti í pípu sinni, en trúboðinn sat grafkyrr í stólnum og starði fram á borðið eins og í leiðslu. Loks stóð hann upp og gekk þegjandi út. Þau heyrðu hann fara niður stigann og heyrðu, að ungfrú Thompson mælti ögrandi rómi: „Kom inn,“ þegar hann barði að dyrum. Hann dvaldi hjá henni í klukkustund. Og Macphail læknir horfði út í regnið. Það var tekið að raska sálarró hans. Það líktist ekkert milda, enska regninu, sem drýpur mjúklega til jarðar; það var miskunnarlaust og á einhvern óljósan hátt hræðilegt; úr því andaði þeirri óhugnan, sem læsir sig um sálina andspænis frumstæð- ustu öflum náttúrunnar. Það streymdi ekki, það helltist niður eins og syndaflóð og buldi á bárujárnsþakinu svo óaflátanlega jafnt og þétt, að sturlun gat valdið. Ofsi þess virtist engu líkur. Og stundum vakn- aði löngunin til þess að öskra af öllum lífs og sálar kröftum, ef ekki yrði lát á. regninu, og síðan lagðist maran skyndilega yfir, eins og hvert bein væri brotiö; og heimurinn varð grár, lífið einskis virði. Læknirinn skotraði augunum til trúboðans, þegar hann kom aftur, og konurnar litu báðar upp. „Ég gerði mitt ýtrasta til þess að tala um fyrir henni. Ég lagði aö henni að sjá að sér. Hún er syndum spillt kona.“ Hann þagnaði sem snöggvast, og læknirinn sá, að augu hans urðu myrk og svipurinn harður og strangur. „Nú mun ég nota þá svipu, sem Jesús Kristur sveiflaöi yfir höfðum okurkarla og víxlara, þegar hann hreinsaði musterið.“ Hann gekk um gólf. Varirnar voru samanbitnar og dökku brúnirn- ar þungar. „Þótt hún legði á flótta út á enda veraldar, myndi ég veita henni eftirför."
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.