Dvöl - 01.07.1945, Síða 84

Dvöl - 01.07.1945, Síða 84
226 DVÖL Allt í einu Snerist hann á hæli og skálmaði út úr stofunni. Enn heyrðist hann fara niður stigann. „Hvað ætlar hann að gera?“ spurði frú Macphail. „Ég veit það ekki.“ Frú Davidson tók af sér nefklemmurnar og þurrkaði þær. „Meðan hann rekur erindi Drottins, spyr ég hann aldrei neins.“ Hún andvarpaði. „Hvað er að?“ „Hann gengur fram af sér. Hann kann ekki að hlífa sér.“ Það var húsráðandinn hörundsdökki, sem skýrði Macphail lækni frá árangrinum af starfi trúboðans. Hann kallaði til læknisins, um leið og hann gekk fyrir búðardyrnar, og kom út fyrir til að tala við hann. Á feitu andlitinu var ótvíræður áhyggjusvipur. „Séra Davidson var að ávíta mig fyrir að leigja ungfrú Thompson herbergi,“ sagði hann. „En ég vissi ekkert, hver hún var, þegar um það var samið. Þegar fólk kemur og spyr mig, hvort ég geti leigt því, vil ég fá að vita það eitt, hvort það eigi peninga til þess að greiða með. Og hún'greiddi vikulega fyrirfram.“ Macphail læknir kærði sig ekki um að blanda sér í þetta mál. „Þér eruð þó húsráðandi hér, hvað sem öðru líður. Við erum mjög þakklát fyrir, að þér skutuð yfir okkur skjólshúsi." Horn leit á lækninn og var enn í vafa um, hve fylgi hans við mál- stað trúboðans væri öruggt. „Það er sami rassinn undir þeim öllum, þessum trúboðum,“ sagði hann hikandi. „Ef kaupmaður verður fyrir barðinu á þeim, er ráðleg- ast fyrir hann að loka búð og hætta að höndlá.“ „Vildi hann, að þér rækjuð hana út?“ „Nei, hann sagðist ekki geta farið fram á það, meðan hún bryti ekki af sér. Hann sagðist ekki vilja beita mig neinu ranglæti. Ég lofaði að sjá um, að hún fengi ekki fleiri heimsóknir. Ég var rétt áðan að segja henni frá því.“ „Hvernig tók hún því?“ „Hún hellti sér yfir mig.“ Mangarinn ók sér. Ungfrú Thompson var erfiður leigjandi. „Nú jæja, hún flytur sjálfsagt burt. Hún kærir sig naumast um að dvelja hér, sé henni meinað að taka á móti gestum.“ „Hún hefur ekki í annað hús að venda, nema þá að búa í frum- byggjakofa, og enginn frumbyggi veitir henni viðtöku nú, úr því trú- boðarnir hafa nælt í hana klónum.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.