Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 86
228
DVÖI.
„Nei, það veit ég ekki.“
Það var næsta kynlegt, að Horn skyldi spyrja hann þessa, því að
einnig hann var þeirrar skoðunar, að trúboðinn sæti ekki auðum hönd-
um, þótt lítið bæri á. Hann grunaði, að hann væri að leggja snörur
fyrir þessa konu og beitti til þess allri kænsku sinni og gætni; svo,
þegar allt væri komið í kring, gæti hann hert að með einu handtaki.
„Hann bað mig að segja henni,“ hélt mangarinn áfram, „að ef hún
gerði sér boð skyldi hann koma til hennar, hvenær sem væri.“
„Hvað sagði hún, þegar þér skiluðuð þessu?“
„Hún sagði ekki neitt. Ég stóð ekkert við hjá henni. Ég sagði bara
það, sem ég átti að segja, og með það fór ég út. Ég hélt kannske, að
hún færi að brynna músum.“
„Ég er viss um, að eipveran er henni ofraun,“ sagði læknirinn. „Og
regnið — það nægir til þess að gera hvern meöalmann vitlausan,"
bætti hann við ergilegur. „Kemur aldrei þurr stund í þessum bölv-
uðum suddakrók?“
„Það er anzi votviðrasamt um regntímann. Það eru þetta um þrjú
hundruð þumlungar á ári. Flóinn er nefnilega þannig lagaður. Það
er eins og hann dragi til sín regnið af öllu Kyrrahafinu.“
„Já, helvítis flóinn,“ sagði læknirinn
Hann klóraði sér, þar sem mýið hafði bitið hann. Hann var orðinn
stygglyndur upp á síðkastið og fann það sjálfur. Þegar upp stytti og til
sólar sá, var andrúmsloftið eins og í gróðurhúsi, rök, sjóðheit og kæf-
andi molla, og inn í sálina læddist einhver grunur um grimmd og
villimennsku á næstu grösum. Þá gátu húðflúruðu og hárlituðu frum-
byggjarnir, sem annars voru taldir barnslega góðlyndir og glaðværir,
sýnzt eitthvað svo ískyggilegir; og þegar þeir trítluðu berfættir á eftir
gestinum, varð honum ósjálfrátt að líta um öxl. Þeir gí?tu komið aftan
að honum í einu hendingskasti og rekið langan hníf milli herðablað-
anna. Hver vissi, nema skuggalegar hugsanir gætu leynzt bak við
breiða bilið milli augnanna. Þeim svipaði hreint ekki svo lítið til
Forn-Egypta á málverkum musterisveggja, og af þeim stafaði ógn þess,
sem er ómælanlega gamalt.
Trúboðinn kom og fór. Hann var önnum kafinn, en ekki vissu lækn-
ishjónin, hvað hann hafðist að. Horn sagði lækninum, að hann gengi
á fund landstjórans á hverjum degi, og einu sinni minntist Davidson
á hann.
„Eftir svipnum að dæma er hann einarður maður,“ sagði hann, „en
svo guggnar hann, þegar á á að herða.“