Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 86

Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 86
228 DVÖI. „Nei, það veit ég ekki.“ Það var næsta kynlegt, að Horn skyldi spyrja hann þessa, því að einnig hann var þeirrar skoðunar, að trúboðinn sæti ekki auðum hönd- um, þótt lítið bæri á. Hann grunaði, að hann væri að leggja snörur fyrir þessa konu og beitti til þess allri kænsku sinni og gætni; svo, þegar allt væri komið í kring, gæti hann hert að með einu handtaki. „Hann bað mig að segja henni,“ hélt mangarinn áfram, „að ef hún gerði sér boð skyldi hann koma til hennar, hvenær sem væri.“ „Hvað sagði hún, þegar þér skiluðuð þessu?“ „Hún sagði ekki neitt. Ég stóð ekkert við hjá henni. Ég sagði bara það, sem ég átti að segja, og með það fór ég út. Ég hélt kannske, að hún færi að brynna músum.“ „Ég er viss um, að eipveran er henni ofraun,“ sagði læknirinn. „Og regnið — það nægir til þess að gera hvern meöalmann vitlausan," bætti hann við ergilegur. „Kemur aldrei þurr stund í þessum bölv- uðum suddakrók?“ „Það er anzi votviðrasamt um regntímann. Það eru þetta um þrjú hundruð þumlungar á ári. Flóinn er nefnilega þannig lagaður. Það er eins og hann dragi til sín regnið af öllu Kyrrahafinu.“ „Já, helvítis flóinn,“ sagði læknirinn Hann klóraði sér, þar sem mýið hafði bitið hann. Hann var orðinn stygglyndur upp á síðkastið og fann það sjálfur. Þegar upp stytti og til sólar sá, var andrúmsloftið eins og í gróðurhúsi, rök, sjóðheit og kæf- andi molla, og inn í sálina læddist einhver grunur um grimmd og villimennsku á næstu grösum. Þá gátu húðflúruðu og hárlituðu frum- byggjarnir, sem annars voru taldir barnslega góðlyndir og glaðværir, sýnzt eitthvað svo ískyggilegir; og þegar þeir trítluðu berfættir á eftir gestinum, varð honum ósjálfrátt að líta um öxl. Þeir gí?tu komið aftan að honum í einu hendingskasti og rekið langan hníf milli herðablað- anna. Hver vissi, nema skuggalegar hugsanir gætu leynzt bak við breiða bilið milli augnanna. Þeim svipaði hreint ekki svo lítið til Forn-Egypta á málverkum musterisveggja, og af þeim stafaði ógn þess, sem er ómælanlega gamalt. Trúboðinn kom og fór. Hann var önnum kafinn, en ekki vissu lækn- ishjónin, hvað hann hafðist að. Horn sagði lækninum, að hann gengi á fund landstjórans á hverjum degi, og einu sinni minntist Davidson á hann. „Eftir svipnum að dæma er hann einarður maður,“ sagði hann, „en svo guggnar hann, þegar á á að herða.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.