Dvöl - 01.07.1945, Síða 99
D VÖIi
241
vonar og ótta. Ásamt með syndum sínum hafSi hún lagt á hilluna
allan hégóma og dútl við sjálfa sig; hún þvældist fram og aftur um
herbergið í skræpóttum morgunsloppnum, ógreidd og illa þvegin. í
fjóra daga hafðithún hvorki fariö úr náttkjól né í sokka, og inni hjá
henni var allt á rúi og strúi. En regnið streymdi með illkvittnislegum
þráa. Búast hefði mátt við, að lindir loftsins yrðu að lokum þurrausn-
ar, en samt dundi vatnið ennþá, þungt og i þrotlausri, ærandi endur-
tekningu, á járnþakinu. Allt var stamt og deigt. Rakadropar sátu á
veggjunum og stígvélunum á gólfinu, og mývargurinn kyrjaði grimmd-
aróð sinn á löngum andvökunóttum.
„Það væri sök sér, ef hann gæti stytt upp eina dagstund," sagði
Macphail læknir.
Þau hlökkuðu öll til þriðjudagsins, þegar San Francisco-farið átti
að koma frá Sydney. Biðin var óþolandi. Hvað lækninn áhrærði, þá
hafði löngunin til þess að losna við þessa gæfusnauðu konu kæft með-
aumkun hans og gremju. Því varð að taka, sem óumflýjanlegt reyndist.
Honum fannst sér myndi auðveldara um andardráttinn, þegar skipið
legði úr höfn. Skrifstofumaður frá landstjóranum átti að fylgja Sadie
Thompson á skipsfjöl. Hann leit inn á mánudagskvöld og skipaði ung-
frú Thompson að vera ferðbúin klukkan ellefu morguninn eftir. David-
son var hjá henni.
„Ég skal sjá um, að allt verði tilbúið. Ég ætla mér að fylgja henni
til skips sjálfur.“
Ungfrú Thompson sagði ekki neitt.
Þegar læknirinn slökkti á kertinu um kvöldið og skreið gætilega undir
flugnatjaldið, andvarpaði hann, eins og þungum steini væri af hon-
um létt.
„Hamingjunni sé lof, að þessu skuli vera lokið. Um þetta leyti á
morgun verður hún farin.“
„Frú Davidson verður ekki síður fegin. Hún segir, að hann þræli svo
mikið, að hann sé orðinn skuggi af sjálfum sér,“ sagði frú Macphail.
„Hún er gjörbreytt.“
„Hver þá?“
„Sadie. Ég hefði aldrei trúað því, að slíkt gæti átt sér stað. Hver
finnur ekki til smæðar sinnar andspænis öðru eins og þessu?“
Læknirinn svaraði ekki þeirri spurningu, og að vörmu spori var hann
steinsofnaður. Hann var uppgefinn og svaf því fastar en venjulega.
Um morguninn hrökk hann upp við það, að hendi var stutt á arm
hans, og þegar hann leit í kringum sig, sá hann Horn standa við