Dvöl - 01.07.1945, Side 110

Dvöl - 01.07.1945, Side 110
252 DVÖL víslegan beina. Sú frásögn er raun- ar ekkert minna en snilldarleg og minnir á allra snjöllustu smásög- ur höfundarins. Lo-Johanson skrif- ar ekki íburðarmikið mál, en stíll hans fellur vel að efninu. Þýðand- inn nær ekki ævinlega stílblæ höf- undarins, og sums staðar er þýð- ingin léleg, jafnvel rangt þýtt á stöku stað. Skáldsagan Katrín eftir Sally Salminen hefur hlotið afar miklar vinsældir hjá almenningi, í hvaða landi sem hún hefur verið gefin út, en hins vegar voru dómarnir um hana hjá sumum þeim ritdóm- urum í Svíþjóð, sem vandfýsnastir telja sig, ekki sem allra lofsam- legastir. Var að því fundið, að í henni gætti um of bjartsýni og hin listrænu tök væru af lausleg. En Katrín er að mínum dómi merkari bók en þessir herrar hafa viljað vera láta — og Sally Salminen fyllilega verðug þeirra verðlauna, sem henni féllu í skaut, svo sem það fororð var, er fylgdi frá hendi þess forlags, sem verðlaunin veitti. Sally Salminen er Álendingur og sjálfmenntuð að mestu, og hún var þjónustustúlka hjá efnafólki í borg einni í Bandaríkjunum, þegar hún samdi Katrjnu og hlaut verð- launin. Sagan gerist í átthögum skáldkonunnar, og hún lýsir hjóna- bandi, brauðstriti og vonbrigðum alþýðukonu, er Katrín heitir. Frá- sögnin er alþýðleg án þess þó að á henni sé neinn klaufabragur. Margar atburðalýsingar eru gædd- ar miklu lífi, og persónurnar eru yfirleitt dregnar skýrum dráttum. Verða sumar þeirra lesandanum eftirminnilegar og þá einkurm Katrín, hin skyldurækna, trausta, en tilfinningaríka alþýðukona, sem þráir fegurð og þægindi og aukna menningu, en hvorki hleypur frá skyldum 'sínum né fyllist beiskju, þó að flestar vonir hennar bregð- ist. í stað þeirra verðmæta, sem bregðast henni, finnur hún önnur á vegum tilverunnar, og sannar- lega eru þær margar, alþýðukon- urnar, sem kunna þá lífslist að bjarga sér og sínu lítt skemmdu úr eldi vonbrigða og þrauta; lífsleiði og lífsbeiskju ekki alveg eins sigur- sælir aöilar í tilverunni eins og þeir háu herrar tízkubókmenntanna fyrir heimsstyrjöldina vildu vera láta. Katrín er góð skáldsaga, full af hlýju og af heilbrigðri trú á getu mannanna til að tæta sér skjól- flíkur úr hinum stríhærðu ullar- tásum naumgjöfullar tilveru. Jón Helgason blaðamaður þýddi Katr- ínu, og er þýðing hans vel af hendi leyst. Sólnœtur heitir lítil skáldsaga eftir finnska Nóbelsverðlauna- skáldið Sillanyda. Þessi saga er ekki viðburðarík, en samt sem áður er hún fögur og skáldleg, þrungin dýrð og dásemdum norrænnar vor- nætur. Hinir ljóðrænu stíltöfrar Sillanpáás njóta sín þarna svo sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.