Dvöl - 01.07.1945, Síða 110
252
DVÖL
víslegan beina. Sú frásögn er raun-
ar ekkert minna en snilldarleg og
minnir á allra snjöllustu smásög-
ur höfundarins. Lo-Johanson skrif-
ar ekki íburðarmikið mál, en stíll
hans fellur vel að efninu. Þýðand-
inn nær ekki ævinlega stílblæ höf-
undarins, og sums staðar er þýð-
ingin léleg, jafnvel rangt þýtt á
stöku stað.
Skáldsagan Katrín eftir Sally
Salminen hefur hlotið afar miklar
vinsældir hjá almenningi, í hvaða
landi sem hún hefur verið gefin
út, en hins vegar voru dómarnir
um hana hjá sumum þeim ritdóm-
urum í Svíþjóð, sem vandfýsnastir
telja sig, ekki sem allra lofsam-
legastir. Var að því fundið, að í
henni gætti um of bjartsýni og hin
listrænu tök væru af lausleg. En
Katrín er að mínum dómi merkari
bók en þessir herrar hafa viljað
vera láta — og Sally Salminen
fyllilega verðug þeirra verðlauna,
sem henni féllu í skaut, svo sem
það fororð var, er fylgdi frá
hendi þess forlags, sem verðlaunin
veitti.
Sally Salminen er Álendingur og
sjálfmenntuð að mestu, og hún
var þjónustustúlka hjá efnafólki í
borg einni í Bandaríkjunum, þegar
hún samdi Katrjnu og hlaut verð-
launin. Sagan gerist í átthögum
skáldkonunnar, og hún lýsir hjóna-
bandi, brauðstriti og vonbrigðum
alþýðukonu, er Katrín heitir. Frá-
sögnin er alþýðleg án þess þó að
á henni sé neinn klaufabragur.
Margar atburðalýsingar eru gædd-
ar miklu lífi, og persónurnar eru
yfirleitt dregnar skýrum dráttum.
Verða sumar þeirra lesandanum
eftirminnilegar og þá einkurm
Katrín, hin skyldurækna, trausta,
en tilfinningaríka alþýðukona, sem
þráir fegurð og þægindi og aukna
menningu, en hvorki hleypur frá
skyldum 'sínum né fyllist beiskju,
þó að flestar vonir hennar bregð-
ist. í stað þeirra verðmæta, sem
bregðast henni, finnur hún önnur
á vegum tilverunnar, og sannar-
lega eru þær margar, alþýðukon-
urnar, sem kunna þá lífslist að
bjarga sér og sínu lítt skemmdu úr
eldi vonbrigða og þrauta; lífsleiði
og lífsbeiskju ekki alveg eins sigur-
sælir aöilar í tilverunni eins og þeir
háu herrar tízkubókmenntanna
fyrir heimsstyrjöldina vildu vera
láta. Katrín er góð skáldsaga, full
af hlýju og af heilbrigðri trú á getu
mannanna til að tæta sér skjól-
flíkur úr hinum stríhærðu ullar-
tásum naumgjöfullar tilveru. Jón
Helgason blaðamaður þýddi Katr-
ínu, og er þýðing hans vel af hendi
leyst.
Sólnœtur heitir lítil skáldsaga
eftir finnska Nóbelsverðlauna-
skáldið Sillanyda. Þessi saga er
ekki viðburðarík, en samt sem áður
er hún fögur og skáldleg, þrungin
dýrð og dásemdum norrænnar vor-
nætur. Hinir ljóðrænu stíltöfrar
Sillanpáás njóta sín þarna svo sem