Dvöl - 01.07.1945, Qupperneq 119

Dvöl - 01.07.1945, Qupperneq 119
D VÖL 261 skemmtileg lýsing á Grími Thomsen, svo vítt sem hún nær. Þá er kafli um sjávarstörf árið um kring á síðari hluta nítjándu aldar og síðan annar um skip, farvið og fleira. Er þessi lýsing bæði glögg og skemmtileg og því hin merkasta heimild. Þá er loks kafli um sjósókn og eru þar m. a. nokkrar sögur af einstökum sjóferöum. Bókin er 200 bls. í stóru broti, meira en hundrað ljósmyndir. Teikningar eru í henni og auk þess tvö kort af Álftanesi og fiskimiðum þar. Sonur Erlends, dr. Jón Vestdal, segir svo í formála: „Ýmsir fleiri hafa lagzt á sömu sveif með að gera bók þessa sem bezt úr garði. Eer fyrstan að nefna Éggert Guðmunds- son listmálara, sem teiknað hefur fjölda- margar myndir efni bókarinnar til skýr- ingar, einkum þó af margs konar áhöld- um, er menn notuðu fyrrum við störf sín, þegar sótt var á sjóinn á opnum skipum. Hefur faðir minn litið yfir allar þessar myndir, og var engin tekin með, sem hann taldi ekki að öllu leyti rétta.“ Kortin hefur Steinþór Sigurðsson gert og auk þess eru í bókinni teikningar eftir Marianne Vestdal. Þessi bók er að mínu viti hið eigulegasta kver, merkileg heimild og skemmtileg dægradvöl bæði vegna mynda og lesmáls. Halldór Kristjánsson. Erindaindasafnið. Útgefandi: Útvarpstíðindi. Nú eru útkomin af Erindasafninu fimm hefti. Tveggja hinna fyrstu hefur áður verið getið að nokkru í Dvöl, en þrjú hin síðari hafa ritinu nýlega borizt. — Þriðja hefti safnsins nefnist Frá Vínarborg til Versala, og er eftir Sverri Kristjánsson, sagnfræðing. Eru það erindi, er hann flutti í útvarpið veturinn 1940—41. Fjalla þau um alþjóðastjórnmál á tímabilinu frá Vínar-fundi hinna 56 fursta árið 1814 til loka heimsstyrjaldarinnar fyrri. Þarna er að vísu farið fljótt yfir sögu, en erindin eru þó fjörlega rituð og skemmtileg af- lestrar. Fjórða heftið nefnist Indversk trúar- brögð og er eftir Sigurbjörn Einarsson, dósent. Er þar rakin í stórum dráttum saga og kenningar indverskra trúarbragða. Er það lítt þekktur og fjarskyldur heimur okkur íslendingum, en þó heillandi efni og girnilegt til fróðleiks, enda vel ritað. Fimmta hefti safnsins er eftir Pálma Hannesson rektor og fjallar um skoðanir erlendra manna á íslandi fyrr og nú. Er alllangt síðan þessi erindi voru flutt í útvarpið, eða árið 1932, og munu því margir hafa verið búnir að gleyma þeim erindum að miklu leyti, og er það því ferskara lestrarefni fyrir menn. Þarna er samankominn mikill og skemmtileg-ur fróð- leikur um hugmyndir manna um ísland, og er ekki að efa, að mörgum þyki þetta skemmtilegt lestrar, því að mönnum er í blóðið borin forvitni um álit annarra á sjálfum sér. Erindasafnið er þegar komið allvel á veg. og er þess að vænta, að það gangl nú ekki fyrir stapann. Ég held, að þetta safn verði mörgum kærkomin eign, eink- um er stundir líða fram, og við það eykst. Mér virðist reynslan hafa sýnt, að rétt sé að láta nokkurn tíma líða frá flutningi erindanna til útgáfu þeirra, því að þá verður upprifjun þeirra skemmtilegri, ef mönnum er ekki efni þeirra ljóst og lif- andi í minni. Guðmundur Gíslason Hagalín: Konungurinn á Kálfsskinni. — Útg.: Bókfellsútgáfan 1945. Guðmundur Hagalín lætur skammt stórra högga milli. Nú sendir hann frá sér skáldsögu, sem er á sjötta hundrað blaðsíður að lengd og í allstóru broti. — Hagalín hefur jafnan verið í essinu sínu, er hann lýsir gömlum og sérkennilegum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.