Dvöl - 01.07.1945, Page 120

Dvöl - 01.07.1945, Page 120
262 D VÖI Vestfirðingum í sögum sínum, og hefur hann þar oft leitt fram skýrar og sér- kennilegar persónur. í hverri sögu hefur þó sjaldan verið um að ræða fleiri en eina eða tvær af því tagi, en nú hefur Hagalín stofnað heilt elliheimili vestur á Vestfjörðum og leiðir þarna fram marga karla og kerlingar. Nú kreppir skórinn ekki að, enda leiðir hann þarna fram hverja persónuna annarri sérkenni- legri og athyglisverðari, og orðfæri og lýs- ingar er svo mergjað, sem bezt hefur áður orðið hjá Hagalín, og kannske vel það. Hann lýsir þessu fólki og þessu litla samfélagi á sterkan og nærfærinn hátt, svo að manni stendur þetta lifandi fyrir hugskotssjónum. skilur það og verður oft að brosa. Þetta er bráðskemmtileg bók og vel skrifuð, og hygg ég að henni verði skipað með beztu skáldverkum Hagalíns. Margar ágætar dráttmyndir prýða bók- ina og er að þeim mikill fengur. Svo skammt er síðan mér barst þessi bók í heldur, að mér hefur ekki enn gefizt tími til að lesa hana af athygli, og get því ekki gert henni þau skil nú, sem ég viidi og vert væri. , A.K... Jólavaka. Jóhannes úr Kötlum gaf út. — Útg.: Þórhallur Bjarn- arson, Reykjavík 1945. Mörg safnrit hafa komið út á íslandi á undanförnum árum, en eigi hefur fyrr verið tekin saman bók af öllu því mikla efni, sem skráð hefur verið um og í til- efni jólahátíðarinnar. — Þetta er stór bók, um 380 blaðsíður að stærð, í allstóru broti, prentuð á mjúkan og vandaðan pappír. Jóhannes skáld úr Kötlum, sem valið hefur efni í hana, fylgir henni úr hlaöi með löngum og ýtarlegum formála. Hefst hann þannig: Þegar hæst hafa látið í blöðum og útvarpi auglýsingar um svo- kallaðar jólabækur, — bækur, sem raun- ar hafa ekkl komið nær jólunum, að efni til, en kötturinn sjöstjörnunni, — þá hef- ur mér stundum dottið í hug, að gaman væri að gefa þjóðinni kost á að eignast reglulega jólabók, bók, sem hefði inni að halda hið helzta af því, sem ort hefur verið og skráð á íslandi í sambandi við þessa mestu og ástsælustu lfátíð ársins. Vissi ég, að úr miklu var að moða um þetta efni í fornum bókmenntum vorum og nýjum, þar á meðal sumu því fegursta, sem vér eigum, og þóttist því sjá, að safn- rit þeirrar tegundar gæti orðið alþýðu manna kærkomnari jólagestur en flestar aðrar óviðkomandi bækur. í þeirri trú er svo bók þessi orðin til. Þessi formálsorð skýra nokkuð greini- lega tilgang og ætlunarverk bókarinnar, enda finnst manni undarlegt, er maður sér þessa bók, að hún skyldi ekki vera komin út í einhverri mynd fyrr, á þessum miklu bókaárum. Ég hef að vísu haft stuttan tíma til að blaða í þessari bók, en þó fæ ég ekki bet- ur séð, en þar sé vel valið og samankomið margt hið helzta, er ég hef áður lesið í fornum ritum og nýjum um jólin, auk margs annars, er ég fagna í fyrsta sinn. Efni bókarinnar er frá öllum tímum ís- lenzkrar ritunar. Þar eru.kaflar úr forn- ritunum og þjóðsögunum, þulur, sálmar, kvæði, sögur, predikanir og guðspjall. Er þetta allt saman vel valið og smekkvís- lega, þótt alltaf geti orkað tvímælis, hvað taka skuli í bókina og hverju hafna.og ekki hefur það verið með öllu þrautalaust að gera þar upp á milli. Til grundvallar þessu vali hlýtur líka að liggja geysimikið starí, því að um víðar lendur er að gresja. Mætti helzt að því finna, hve skerfur yngri skáldanna er þarna rýr, og vel hefði Jóhannes úr Kötlum mátt eiga þar eina vísu. Það eykur mjög gildi bókarinnar, að margir kunnir málarar og teiknarar hafa skreytt bókina myndum við hæfi efnis-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.