Dvöl - 01.07.1945, Qupperneq 122

Dvöl - 01.07.1945, Qupperneq 122
264 D VÖL Báðar þessar útgáfur eru nú fyrir löngu horfnar af bókamarkaðinum og eru í til- tölulega fárra manna höndum, því að Þúsund og ein nótt hefur verið flestum bókum eftirsóttari og bækurnar hafa því verið lesnar upp. Það var því þarft verk og vel þegið, er bókaútgáfan Reykholt hófst handa um útgáfu Þúsund og einnar nætur að nýju og kom fyrsta bindi 3. útgáfu út 1943. Þessi útgáfa er miklu vandaðri en báðar þær fyrri og ekkert virðist hafa verið til sparað af útgefanda til að gera bæk- urnar sem bezt úr garði. Þær eru prýddar fjölda mörgum fagurlega gerðum mynd- um eftir þýzkan listamann, F. Gross að nafni. Þriðja og síðasta bindi þessarar útgáfu kom út í haust, en fyrsta bindið er nú þegar á þrotum og má af því marka að vinsældum sagnanna hefur ekki hrak- að hér á landi, þó liöin sé bráðum öld frá því Þúsund og ein nótt kom fyrst út á íslenzku. G. Þ. Sigurður Helgason: Hafið bláa. Útg.: ísafoldarprentsmiðja 1944. Þetta er skáldsaga alllöng, eða um 250 bls. Gerist hún að nokkru í Reykjavík, en þó aðallega í verstöð á Vestfjörðum. Kári — aðalpersóna sögunnar — er drengur á fermingaraldri í Reykjavík. Hann á við erfið heimiliskjör að búa, en er þróttmikill og skapríkur og er nokkur hætta búin í þessu umhverfi. Hann ræðst á vélbát, sem fer til veiða á Vestfjörðum og meginhluti sögunnar gerist þar. Er þar lýst hvernig hin heilbrigðu störf þroska drenginn að manndómi og skap- festu og koma jafnvægi á líf hinna hvik- ulu unglingsára. Þar er líka lýst verstöð- inni — litlu sjávarþorpi — og lífinu þar, sjósókninni og verbúðalífinu. Eru þetta allt hispurslausar og viðfelldnar lýsingar og víða skilið vel við. Þá eru sjósóknar- og siglingalýsingar margar ágætlega snjallar í bókinni, og er auðfundið, að þar fjallar höf. um efni, er hann þekkir og er honum hugstætt. — Bókin er rituð á svipmiklu og hreinu máli, skrúðlausu en þelhlýju. Þetta er skemmtileg og vel gerð saga og er öllum góður lestur, þótt hún eigi ef til vill fyrst og fremst erindi við þá yngri. James Hilton: Horfin sjónarmið. Útg.: ísafoldarprentsmiðja 1945. James Hilton er meöal þekktustu og vinsælustu skáldsagnahöfunda brezku þjóðarinnar. Hann hefur ritað margt skáldsagna og hlotið mikla alþýðuhylli. Saga sú, sem hér er komin út á íslenzku, er skrifuð fyrir nokkrum árum og hlaut þá allvirðuleg bókmenntaverðlaun. Hún gerist aðallega í Lama-klaustri austur í Tíbet. Fjórir Vesturálfumenn lenda með undarlegum hætti í flugvél austur yfir Himalajufjöll og nauðlenda í Tíbet. Kom- ast síðan í Lama-klaustur, en þaðan á ekki að sleppa þeim. Aðeins einn þeirra kemst lifandi til Vesturlanda aftur, en reynir svo að hverfa aftur til þessa sælu- staðar. — Þetta er ekki raunhæft eða stórbrotið skáldverk, heldur fyrst og fremst skemmtisaga, en hún er vel skrif- uð og vel byggð, en sú tilraun, sem þar er gerð til að hreyfa menningarlegum vandamálum nútímans virðist fara með öllu út um þúfur. Sigurður Björgúlfsson hefur gert ís- lenzku þýðinguna og tekizt illa. Er hún sviplítil og víða málhölt, og óvandaður prófarkalestur skreytir hana nokkrum blómum. Nordahl Grieg: Vor um alla ver- öld. Útg.: Bókabúð Rikku, Akur- eyri. Nordahl Grieg er íslendingum vel kunnur, og þeir hafa þegar lært að meta hann. Þeir kynntust honum líka, er hann bar hæst í skáldskap sínum og varð frels- is skáld þjóðar sinnar. Sú kynning varð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.