Dvöl - 01.07.1945, Page 124
D VÖL
266
Storm Jameson: Síðasta nóttin.
Útg.: Prentstofan ísrún, 1945.
Þetta er skáldsaga, sem gerist að mestu
í verndarríkinu Tékkóslóvakíu á stríðs-
árunum. Höfundurinn er þó ekki Tékki
heldur brezk skáldkona, Storm Jameson
að nafni. Þegar sagan er skrifuð eru
fyrirsjáanlegar lyktir styrjaldarinnar, og
endar sagan þá er Tékkar hafa aftur náð
völdum í heimalandi sínu. Þetta er ekki
áróðursrit eða venjuleg styrjaldarbók
blaðamanns, heldur skáldsaga, en hún
tekur til meðferðar ýmis þau vandamál,
er þjá munu þjóðirnar fyrstu árin eftir
stríðið. Pelur sagan í sér bendingu um
þau vandkvæði, sem verða munu á frið-
samlegri sambúð mannanna á næstu ár-
um vegna bölvunar þess haturs, sem
skapast hefur meðal hinna undirokuðu
þjóða og krefst miskunnarlausrar hefnd-
ar. —
Þetta er góð bók og eftirtektarverð og
vel fallin til þess að vekja menn til
ýkjulausrar umhugsunar um mikil vanda-
mál.
Guðmundur G. Hagalín og Birgir
Finnsson hafa þýtt bókina og er mál
hennar lipurt og eðlilegt.
Þá hefur Prentstofan ísrún nýlega gef-
ið út ofurlítinn bækling, er hefur inni
að halda ræðu og sálm eftir Kaj Munk
og minningarræðu um hann eftir Gustaf
Aulen, biskup. Nefnist þetta smárit Trú
og skylda. — Séra Jónmundur Halldórs-
son hefur annazt þýðingu ræðnanna, en
Sigurður Grímsson hefur þýtt sálminn.
LEIÐRÉTTING.
í framhaldssöguna í 2. hefti hafa slæðzt
inn nokkrar meinlegar villur og fer leið-
rétting hinna helztu hér á eftir:
Bls. 136, 9. 1. a. o. hefir fallið heil setn-
ing niður. Setningarnar eiga að vera
þannig: Ég sektaði þá, ef þeir sóttu ekki
kirkju. Ég sektaði þá fyfir dans og fyrir
ósœmilegan klceðaburð. Ég gerði sekta-
skrá o. s. frv.
Bls. 136, 15. 1. a. o., séra les hr.
Bls. 138, 11. 1. a. n. Á eftir setningunni:
Þær skiptust enn á nokkrum orðum —
hefur fallið burtu setning: Ungfrú
Thomyson lá hátt rómur og var mjúkt
um málbeinið.
Bls. 141, neðstu línu, klámfengin les
klámfengið.
SAGA AF KRISTJÁNI X.
Kristján konungur var vanur að fara á hverjum vetri sér til hressingar
suður að Miðjarðarhafi, að minnsta kosti áður en styrjöldin brauzt út. Eitt
sinn, er hann var á heimleið var hann gestur Hitlers í aðalbústað hans.
Hitler var hinn kátasti og spjölluðu þeir um alla heima og geima. Meðal
annars kom Hitler með þessa uppástungu:
„Heyrðu annars, Kristján minn. Eigum við ekki að skella ríkjunum okkar
saman í eitt og gera úr þeim eitt stórveldi?"
„Æi, nei. Ég held ég sé oröinn of gamall til þess að stjórna svo stóru ríki,“
svaraði Kristján brosandi.