Dvöl - 01.07.1945, Síða 127
DVÖL
I
Góð bók er varanleg e ign
Þjóðhættir og ævisögur frá 19. öld.
Loks hefir orðið af því að koma út á prent hinu stórmerka
ritsafni Finns á Kjörseyri, og er þáð vissulega ekki vonum fyrr.
Er bók þessi eitthvert gagnmerkasta rit um lands- og þjóðhætti
frá öldinni sem leið, auk þess sem þar er að finna geysimikinn
fróðleik um persónusögu og ættfræði. Allmargar myndir eftir
höfundinn prýða bókina og auka þær stórum á gildi hennar. —
Fáar bækur eru sjálfsagðari í skáp bókamannsins en þessi.
Skuggsjá,
safn íslenzkra aldarfarslýsinga og sagnaþátta. Komið er út fyrsta
bindi safnsins, alls þrjú hefti. Þetta er fjölbreytt og skemmtilegt
safn, sem geymir margar markverðar frásagnir. Öll þrjú heftin
kosta aðeins kr. 15.00.
Ljóðabækur .
þeirra Steindórs Sigurðssonar og Kristjáns frá Djúpalæk,
Mansöngva og minningar og Villtur vegar, má enginn ljóða-
vinur láta vanta í safn sitt. — Upplag beggja þessara bóka er
ákaflega lítið.
Hafurskinna,
safn sjaldgæfra íslenzkra kvæða og kviðlinga, einkum frá 17.
og 18. öld. Konráð Vilhjálmsson frá Hafralæk annast útgáfu
þessa safns. Komin eru út tvö hefti og kennir þar margra grasa
og skemmtilegra.
Undir austrænum himni,
skáldsaga eftir Pearl S. Buck, hina þekktu og vinsælu skáldkonu.
Þetta er tvímælalaust ein allra bezta og skemmtilcgasta saga
skáldkonunnar.
í munarheimi,
stutt, ljóðræn skáldsaga eftir sama höfund, undurfögur og
heillandi.
ICaupið framantaldar bækur hjá næsta bók-
sala cða pantið |iær bcint frú ntgcfanda.
Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar
Akureyri