Dvöl - 01.07.1945, Qupperneq 132
VI
DVOL
Ferðabók Sveins
Pálssonar læknis
er komin á bókamarkaðinn í mjög
vandaðri útgáfu á vegum Snælands-
útgáfunnar. Perðabókin er eitt af
mestu og gagnmerkustu ritum, sem
skráð hafa verið um ísland og fslend-
inga og stendur fyllilega jafnfætis
hinum öðrum öndvegisritum 18. ald-
arinnar: Ferðabók Eggerts Ólafssonar
og Bjarna Pálssonar og Jarðabók Árna
Magnússonar og Páls Vídalíns.
Sveinn Pálsson ferðaðist um landið
og vann að rannsóknum sínum á ár-
unum 1791—1797. Skrifaði hann bók-
ina á dönsku, eins og þeir Eggert og
Bjarni ferðabók sína, og hefir hún
síðan legið óprentuð í full 150 ár. Er
þessi ómetanlegi dýrgripur þjóðinni
því lítt kunnur.
Sveinn var lærðasti náttúrufræð-
ingur, sem uppi hefir verið hér á
landi fyrir daga Þorvaldar Thorodd-
sens. Hann gerði merkilegar uppgötv-
anir um jarðfræði landsins, gróður
þess og jökla, og hafa þær fyrir löngu
skipað honum virðulegan sess meðal
islenzkra fræðimanna. En ferðabók-
in er einnig sönn uppspretta fróðleiks
um landshagi og þjóðhætti í lok 18.
aldar.
Sveinn Pálsson fæddist að Steins-
stöðum í Skagafirði 1762. Hann lauk
stúdentsprófi í Hólaskóla, en var því
næst fjögur ár við læknisnám hjá
landlækninum í Nesi við Seltjörn. 1787
sigldi hann til Hafnar til framhalds-
náms, en hugur hans snerist brátt að
náttúrufræði, og lauk hann prófi
í þeim fræðum vorið 1791. Árin 1791
—1794 starfaði hann á vegum náttúru-
fræðifélagsins danska að rannsókn-
um hér á landi, var síðan skipaður
læknir á Suðurlandi, en hélt þó á-
fram rannsóknum um skeið. Sat hann
lengst af í Suður-Vík í Mýrdal, og
náði læknisdæmi hans yfir Skafta-
fellssýslur báðar, Rangárvallasýslu,
Árnessýslu og Vestmannaeyjar.
Hann andaðist árið 1840.
Ferðabókin er þýdd af þeim Jóni
Eyþórssyni, Pálma Hannessyni og
Steindóri Steindórssyni á fagurt og
kjarnmikið mál, er fer vel við efnið,
og til útgáfunnar vandað á allan hátt,
svo sem hæfir þessu merkilega riti.
Ferðabók Sveins Pálssonar er öndvegisrit, sem sérhverjum ís-
lendingi hlýtur að vera metnaðarmál að eignast