Valsblaðið - 01.05.1991, Page 22

Valsblaðið - 01.05.1991, Page 22
YNGRIIÐKENDURNIR Texti: Atli Hilmarsson EGILL ARNARSSON Leikmaður 5. flokks í fótbolta Egill er 11 ára og byrjaði 7 ára að æfa fótbolta með Þrótti en ári seinna plataði vinur hans hann með sér í Val og hefur hann verið í Val síðan. Egill er í Lang- holtsskóla eins og þrír aðrir strákar úr Val. Þeir voru stundum keyrðir en hjól- uðu líka á æfingarnar í sumar. Egill verð- ur áfram í 5. flokki og segir að þeir verði með gott lið næsta sumar. „í sumar voru fáir strákar á eldra árinu en samt náðum við takmarkinu sem við settum okkur, að halda sæti okkar í A- riðli. Við lentum í 5. sæti í íslandsmótinu en fjögur efstu liðin fóru í úrslitin. Við æfðum þrisvar sinnum í viku í sumar og nú í vetur erum við tvisvar sinnum í viku innanhúss. Þjálfarinn okkar heitir Birgir Össurarson og mér líkar mjög vel við hann. Mér finnst skemmtilegast að leika á miðjunni en hef líka leikið í vörninni og á hægri kanti.“ Egill æfir líka handbolta með Val og badminton með TBR og segist ómögu- lega geta gert upp á milli íþróttanna, „Þetta er allt jafn skemmtilegt. Ég hef mikinn áhuga á skák og ég er líka ákveð- inn í að einbeita mér að náminu af fullurn krafti í framtíðinni." — Áttu þér einhvern uppáhaldsleik- mann? „Það er erfitt að velja en mér finnst t.d. Guðni Bergsson og Sigurður Jónsson mjög góðir,“ sagði Egill að lokum. GUÐRÚN ANNA GUNNARS- DÓTTIR Leikmaður 4. flokks í fótbolta. Guðrún er 10 ára og stundar nám í Ártúnsskóla. Hún var í 5. flokki í sumar en fluttist upp í 4. flokk nú í haust. „Ég byrjaði að æfa fótbolta fyrir einu og hálfu ári og hef alltaf verið í Val af því að það er besta liðið. Okkur gekk vel í sumar, við unnum Gull- og silfurmótið, lentum í 3. sæti á Pæjumótinu í Eyjum og í 4. sæti á Haukamótinu. Við æfðum þrisvar í viku í sumar en núna erum við tvisvar í viku innanhúss. Það voru oft 30 stelpur á æf- ingum og mjög gaman. Við höfðurn líka góðan þjálfara, hana Ragnhildi Skúla- dóttur. Ég spilaði alltaf á hægri kantinum í sumar og líkaði það mjög vel.“ — Finnst þér ekkert langt að fara á æfingar? „Jú, en við erum sex stelpur úr Ártúns- skóla sem erum í Val og erum oft keyrðar eða förum saman í strætó — það er allt í lagi-“ Guðrún æfir ekki aðrar íþróttagreinar og segist ætla að einbeita sér að fótboltan- um sem er hennar aðaláhugamál. Hún sagði þær stelpurnar hittast oft fyrir utan æfingarnar til að spjalla saman og gera eitthvað skemmtilegt. Hún sagðist ekki geta nefnt neinn sérstakan uppáhalds- leikmann, það væru svo margir sem kæmu til greina. BJARKI HINRIKSSON Leikmaður 4. flokks í handbolta Bjarki er 13 ára og er á fyrra ári í 4. flokki. Hann er í Seljaskóla og hefur æft handbolta með Val frá því í 6. flokki og líkar mjög vel hjá félaginu. Bjarki, sem leikur í stöðu skyttu vinstra megin fyrir utan, segir að 4. flokkurinn í ár sé mjög sterkur. „Við erum með Valdimar Grímsson sem þjálfara þriðja árið í röð sem er mjög gott fyrir okkur. Undir stjórn Valdimars urðum við íslandsmeistarar í 5. flokki og við ætlum okkur að verða meistarar aftur í ár. Það er ein umferð búin af íslandsmótinu þar sem við unnum alla leiki okkar. I Reykjavíkurmótinu er- um við komnir í undanúrslit án þess að tapa leik. Pað verða örugglega FH-ingar og KR-ingar sem verða helstu andstæð- ingarnir í vetur. Við æfum þrisvar í viku, það finnst mér alveg nóg.“ — Ertu í einhverjum öðrum íþróttum? „Já, ég æfi fótbolta með Fram og svo hef ég aðeins æft frjálsar, aðallega 60 m og 800 m hlaup og langstökk. Ég hef líka gaman af að fara á skíði.“ — Hvaða íþrótt finnst þér skemmtileg- ust? „Það er mjög erfitt að segja til um það og ég á eftir að lenda í miklum vandræð- um þegar ég þarf að velja á milli íþrótt- anna.“ Bjarki segir að þeir félagarnir í Val fari oft saman eitthvað eftir „túrneringarnar" og að góður andi ríki í hópnum. 22

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.