Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 22

Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 22
YNGRIIÐKENDURNIR Texti: Atli Hilmarsson EGILL ARNARSSON Leikmaður 5. flokks í fótbolta Egill er 11 ára og byrjaði 7 ára að æfa fótbolta með Þrótti en ári seinna plataði vinur hans hann með sér í Val og hefur hann verið í Val síðan. Egill er í Lang- holtsskóla eins og þrír aðrir strákar úr Val. Þeir voru stundum keyrðir en hjól- uðu líka á æfingarnar í sumar. Egill verð- ur áfram í 5. flokki og segir að þeir verði með gott lið næsta sumar. „í sumar voru fáir strákar á eldra árinu en samt náðum við takmarkinu sem við settum okkur, að halda sæti okkar í A- riðli. Við lentum í 5. sæti í íslandsmótinu en fjögur efstu liðin fóru í úrslitin. Við æfðum þrisvar sinnum í viku í sumar og nú í vetur erum við tvisvar sinnum í viku innanhúss. Þjálfarinn okkar heitir Birgir Össurarson og mér líkar mjög vel við hann. Mér finnst skemmtilegast að leika á miðjunni en hef líka leikið í vörninni og á hægri kanti.“ Egill æfir líka handbolta með Val og badminton með TBR og segist ómögu- lega geta gert upp á milli íþróttanna, „Þetta er allt jafn skemmtilegt. Ég hef mikinn áhuga á skák og ég er líka ákveð- inn í að einbeita mér að náminu af fullurn krafti í framtíðinni." — Áttu þér einhvern uppáhaldsleik- mann? „Það er erfitt að velja en mér finnst t.d. Guðni Bergsson og Sigurður Jónsson mjög góðir,“ sagði Egill að lokum. GUÐRÚN ANNA GUNNARS- DÓTTIR Leikmaður 4. flokks í fótbolta. Guðrún er 10 ára og stundar nám í Ártúnsskóla. Hún var í 5. flokki í sumar en fluttist upp í 4. flokk nú í haust. „Ég byrjaði að æfa fótbolta fyrir einu og hálfu ári og hef alltaf verið í Val af því að það er besta liðið. Okkur gekk vel í sumar, við unnum Gull- og silfurmótið, lentum í 3. sæti á Pæjumótinu í Eyjum og í 4. sæti á Haukamótinu. Við æfðum þrisvar í viku í sumar en núna erum við tvisvar í viku innanhúss. Það voru oft 30 stelpur á æf- ingum og mjög gaman. Við höfðurn líka góðan þjálfara, hana Ragnhildi Skúla- dóttur. Ég spilaði alltaf á hægri kantinum í sumar og líkaði það mjög vel.“ — Finnst þér ekkert langt að fara á æfingar? „Jú, en við erum sex stelpur úr Ártúns- skóla sem erum í Val og erum oft keyrðar eða förum saman í strætó — það er allt í lagi-“ Guðrún æfir ekki aðrar íþróttagreinar og segist ætla að einbeita sér að fótboltan- um sem er hennar aðaláhugamál. Hún sagði þær stelpurnar hittast oft fyrir utan æfingarnar til að spjalla saman og gera eitthvað skemmtilegt. Hún sagðist ekki geta nefnt neinn sérstakan uppáhalds- leikmann, það væru svo margir sem kæmu til greina. BJARKI HINRIKSSON Leikmaður 4. flokks í handbolta Bjarki er 13 ára og er á fyrra ári í 4. flokki. Hann er í Seljaskóla og hefur æft handbolta með Val frá því í 6. flokki og líkar mjög vel hjá félaginu. Bjarki, sem leikur í stöðu skyttu vinstra megin fyrir utan, segir að 4. flokkurinn í ár sé mjög sterkur. „Við erum með Valdimar Grímsson sem þjálfara þriðja árið í röð sem er mjög gott fyrir okkur. Undir stjórn Valdimars urðum við íslandsmeistarar í 5. flokki og við ætlum okkur að verða meistarar aftur í ár. Það er ein umferð búin af íslandsmótinu þar sem við unnum alla leiki okkar. I Reykjavíkurmótinu er- um við komnir í undanúrslit án þess að tapa leik. Pað verða örugglega FH-ingar og KR-ingar sem verða helstu andstæð- ingarnir í vetur. Við æfum þrisvar í viku, það finnst mér alveg nóg.“ — Ertu í einhverjum öðrum íþróttum? „Já, ég æfi fótbolta með Fram og svo hef ég aðeins æft frjálsar, aðallega 60 m og 800 m hlaup og langstökk. Ég hef líka gaman af að fara á skíði.“ — Hvaða íþrótt finnst þér skemmtileg- ust? „Það er mjög erfitt að segja til um það og ég á eftir að lenda í miklum vandræð- um þegar ég þarf að velja á milli íþrótt- anna.“ Bjarki segir að þeir félagarnir í Val fari oft saman eitthvað eftir „túrneringarnar" og að góður andi ríki í hópnum. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.