Valsblaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 7
eftir Johann Inga Árnason
Hluti af meistaraflokki Vals sem œtlar ekki að sitja heima þegar úrslitakeppnin hefst með vorinu.
persónulega gekk ágætlega í keppninni.
Hins vegar vita allir að keppnin í heild
fyrir íslenskan handbolta var algjör
martröð einu orði sagt.“
Og ekkert meira uni það að segja?
„Nei, ég held að sé bara best að gleyma
þeirri keppni og horfa fram á veginn.“
Nú ertu búinn að ferðast mikið og
spila í sterkum deildum. Hvaða leik-
menn og þjálfarar hafa haft inestu
áhrif á þig?
„Það góða við þetta er að maður eignast
alls staðar vini og margir af þeim verða
vinir mínir ævilangt. Þjálfari minn hjá
Valencia, sem í dag er landsliðsþjálfari
Spánar, reyndist mér og fjölskyldu minni
geysivel og í Val eru það strákar eins og
Júlli, Valdi, Kobbi, Einar Þorvarðar,
Guðni Bergsson og fleiri. Uti á ég líka
marga vini sem ég er enn í góðu sam-
bandi við og það er sá hlutur sem mér
finnst hafa gefið mér lang mest. Maður
hefur kynnst annarri menningu og lært
tungumál annarra þjóða. Handbolti er
því miður ekki íþrótt sem gerir mann
fjárhagslega ríkan en hann hefur gefið
mér mikið. Ég hef verið mjög heppinn
með þjálfara en þó stendur kannski einn
þjálfari upp úr á ferlinum og það er Bor-
is Akbashev. Hann kom með þá „fárán-
Iegu“ hugmynd að setja mig inn á línu
en áður hafði ég alltaf spilað fyrir utan.
Mér fannst þetta alveg út í hött til að
byrja með en í dag stend ég í mikilli
þakkarskuld við Boris, ekki eingöngu
fyrir að hafa sett mig inn á línuna heldur
einnig fyrri að hafa kennt mér ótrúlega
mikið. Ég geri mér alveg grein fyrir því
að ég hefði aldrei náð svona langt hefði
ég haldið áfram að leika fyrir utan. Ég
vil bara þakka honum kærlega fyrir."
Nú ert þú sjálfur sestur í þjálfarasætið
en hefur einnig verið að spila með. Er
ekkert erfitt að vera spilandi þjálfari?
„Ég var alveg harðákveðinn í að spila
ekki í fyrra en það má segja að ég hafi
látið meira undan þrýstingi heldur en
löngun. Það er auðvitað mjög auðvelt
fyrir mig, eftirá, að segja að ég hafi séð
eftir því þar sem það skilaði ekki miklu.
Við komust ekki í úrslitakeppnina og
það var gríðarlegt áfall, ekki bara fyrir
mig heldur líka fyrir félagið. I ár er þetta
svona aðeins meira í bland. Ég fór til
Þýskalands í ágúst sl. og gerði þar einn
stysta atvinnumannasamning sem sögur
fara af þegar ég skrifaði undir þriggja
vikna atvinnumannasamning og lék að-
eins fimm leiki. Það kveikti í mér aftur
og ég var lengi að ákveða hvort ég ætti
bara hreinlega ekki að byrja að spila aft-
ur. Ég dró það svo aðeins en hef verið að
koma aðeins inn í þetta að undanfömu.
Margir félagar mínir hafa sagt mér að
það hafi verið mistök að halda ekki
áfram eftir að ég kom frá Þýskalandi en
það voru nokkrar ástæður fyrir því að ég
gerði það ekki. En nú er ég, aðeins kom-
inn af stað aftur og bara sáttur við það.“
Nú hafa margir kappar komið heim
úr atvinnumennskunni, tekið að sér
þjálfun og lýst því yfir að þeir væru
hættir að spila. Svo líða nokkrar vikur
og þeir eru orðnir lykilmenn í liðum
sínum og má þar til dæmis nefna
Kristján Arason, Alfreð Gíslason og
þig. Er þetta af því að handboltinn hér
heima er orðinn svona slakur eða geta
leikmenn bara orðið spilað mikið leng-
ur?
„Ég held að besta dæmið sé Sigurður
Sveinsson sem er jafnvel að hugsa um að
taka fram skóna aftur en hann er að
verða 42 ára, held ég. Þetta fer auðvitað
mjög mikið eftir líkamlegú ástandi leik-
manna en ef heilsan er í lagi þá er ekkert
því til fyrirstöðu að spila langt fram -á
fertugsaldurinn. Aðalatriðið finnst mér
hins vegar vera það hvort maður hafi enn
þetta hungur til að leika áfram en ekki
bara að gera þetta af gömlum vana.“
Þetta er þá ekki, vegna þess að deildin
hér heima er orðin veikari?
„Nei, eins og ég sagði áðan þá fór ég til
Þýskalands og get viðurkennt að það
hafi tekið mig svona tvo leiki að koma
mér í gang en ég var líka heppinn þar
sem ég var búinn að halda mér í ágætis
formi. í fjórða og fimmta leiknum fannst
mér ég hins vegar alveg fullkomlega
frambærilegur í þýsku deildina. Ef ég
væri að æfa þar á fullu ætti ég vel heima
þar og ef ég get spilað í sterkustu deild í
heimi þá er ekkert óeðlilegt að ég geti
skilað mínu hérna heima.“
VALSLIÐIÐ
Það vantar ekki reynslukarlana í Valslið-
ið þetta árið. Júlíus Jónasson, Valdimar
Grímsson og Geir Sveinsson eiga allir
langan og glæsilegan feril að baki og nú
Valsblaðið 2000
7