Valsblaðið - 01.05.2000, Page 23
Ungir Valsarar
Besti félaginn var valinn:
Benedikt Oddsson
Mestuframfarir: Sveinn Halldór Skúlas.
Besta ástundun: Aron Heiðar Gunnarss.
6. flokkur kvenna
Illa gekk að finna þjálfara á flokkinn en
Edda Lára Ludvigsdóttir og Jóhanna
Lára Brynjólfsdóttir tóku við honum í
desember. Fram að þeim tíma æfðu
stúlkumar undir stjóm Elísabetar þjálfara
3. flokks. Flokkurinn var afar fámennur í
upphafi tímabils en það fjölgaði í hópn-
um þegar á leið. Markmiðið var að kenna
stúlkunum grunnatriði íþróttarinnar. Þær
tóku þátt í nokkrum mótum á tímabilinu
og stóðu sig með prýði.
Besti fél. var valin: Guðlaug Rut Þórsd.
Mestu framfarir: Vigdís Þóra Másdóttir.
Besta ástundun: Guðríður Jónsdóttir.
7. flokkur karla
I upphafi tímbils var Ami Viðar Þórar-
insson ráðinn-þjálfari flokksins en þegar
á leið bættist Heiðar Bimir Torleifs við
og unnu þeir í sameiningu að þjálfun 6.
og 7. flokks. Flokkurinn samanstóð af
um 30 drengjum og var markmiðið að
þeir hefðu gaman af æfingunum og að
kenna þeim um leið undirstöðuatriði
íþróttarinnar. Flokkurinn tók þátt í
nokkrnm mótum á tímabilinu en þar ber
þó hæst Króksmótið á Sauðárkróki þar
sem strákamir skemmtu sér vel og voru
félaginu til mikils sóma.
Besti fél. var valinn: Einar Jóhann Geirss.
Besta ástundun: Gunnar Smári Eggertss.
Landsliðsmenn
Fleiri vom valdar í yngri landsliðin í ár
heldur en árið á undan. Eftirtaldar
stúlkur voru valdar f U-17 ára landsliðið
sem keppti í Finnlandi í sumar:
Málfríður Erna Sigurðardóttir
Guðný Petrína Þórðardóttir
Kristín Yr Bjarnadóttir
Ingunn Einarsdóttir
Rakel Þormarsdóttir
Eftirtaldir leikmenn úr Val Iéku með
U-18 ára landsliðinu:
Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir
Guðný Petrína Þórðardóttir
Málfríður Erna Sigurðardóttir
Þóra R. Rögnvaldsdóttir
Getraunanúmer lfals
101
„l/bpum
þreyttir
Einar íli Guðmundsson 3. flokki í knattspyrnu
Einar Óli er 14 ára, fæddur 23. júní
árið 1986. Hann er í 9. bekk í Austur-
bæjarskóla og hefur æft með Val í 9 ár.
Hann leikur yfirleitt sem miðvörður
eða „sweeper" með 3. flokki en síðast-
liðið sumar var hann á fyrra ári í
flokknum. „Sweeperstaðan hentar mér
vel því ég er 185 sm hár og mér þykir
gaman að vera í vörninni," segir Einar
Óli.
Strákarnir vom aðeins einum leik
frá því að leika til úrslita um Islands-
meistaratitilinn í 3. flokki en þeir töp-
uðu fyrir IA í undanúrslitum, jafnvel
þótt þeir hefðu unnið ÍA fyrr um sum-
arið, 4-1. „Já, þetta var svekkjandi því
við höfðum bæði unnið IA og FH með
þriggja marka mun áður en svo léku
þau lið til úrslita um titilinn. Við vor-
um efstir í okkar riðli á íslandsmótinu
og lentum í auðveldari riðli í úrslita-
keppninni. Það fór mikil orka í leikinn
við Austurland sem endaði með jafn-
tefli. Síðar rúlluðu Haukar yfir Austur-
land og við rúlluðum svo yfir Hauka.
Þetta var því dálítið skrýtið. Eg held
að við höfum bara verið orðnir of
þreyttir til að geta lagt IA að velli. En
við lærðum heilmikið á þessu.“
3. flokkur fór í eftirminnilega æf-
ingaferð til Portúgals síðastliðið sumar
en alls voru 22 leikmenn með í för auk
fararstjóra. „Þetta var mjög skemmti-
legt,“ segir Einar Óli, „við bjuggum í
Algarve og lékum við lið frá Portúgal
og Spáni og unnum þau bæði.“
Hvert stefnir þú í boltanum?
„Ég stefni bara á að ná sem lengst.
Maður þarf að setja sér háleit mark-
mið og æfa vel utan æfingatíma ef
maður ætlar að taka miklum framför-
um. Ég reyni að vera mikið í fótbolta í
skólanum en það er leiðinlegt til
lengdar að vera í fótbolta á malbiki.
Annars er mjög gaman að nýji ung-
Einar Óli er stoltur Valsari.
lingaþjálfarinn, Zeljko, er með okkur í
tækniæfingum tvisvar í viku fyrir utan
hefðbundna æfingatíma.“
Attu þér uppáhaldsleikmenn og lið?
„Val hefur ekki gengið neitt sérstak-
lega vel síðustu árin þannig að ég held
ekki upp á neinn í Val. Hins vegar
finnst mér Hermann Hreiðarsson góð-
ur og Paulo Maldini hjá AC Milan. Ég
hélt með Manchester United en er að
spá í að breyta til af því að nánast allir
halda með því liði. Islendingaliðin eru
í uppáhaldi, sérstaklega Ipswich.”
Veistu hvenær Valur var stofnaður
og hver gerði það?
„Það var séra Friðrik Friðriksson,
þann 11. maí 1911.“
Valsblaðið 2000
23