Valsblaðið - 01.05.2000, Page 56

Valsblaðið - 01.05.2000, Page 56
læðingi foreldra og Valsmenn sem hafa áttað sig á því að þeir geta gert félaginu heilmikið gagn. Nú verða menn að snúa bökum saman, og vinna vel úr hlutunum. Við höfum afmælisár árið 2001 til að hjálpa okkur með félagsstarfið." Hvenær verða félagsmönnum sýndar þær hugmyndir sem liggja fyrir um framtíðarskipulag þess landssvæðis sem tilheyrir Val? Reynir Vignir: „Um er að ræða varaplan sem átti að grípa til ef viðræðumar við Fjölni færu út um þúfur. Formaður mannvirkjanefndar og saminganefnd úr aðalstjóminni hafa varpað fram ákveðn- um hugmyndum sem eru til fyrstu skoð- unar hjá Reykjavíkurborg. Viðbrögð hafa verið jákvæð. Ef þær ná fram að ganga yrði bylting hér á Hlíðarenda. Ég reikna með að við getum sýnt félagsmönnum þessar tillögur í lok janúar 2001.“ Það liggur í augum uppi að hand- knattleiksdeild Vals hefur alið af sér mun efnilegri leikmenn en knatt- spyrnudeildin undanfarin ár og menn eins og Boris Abkachev og Óskar Bjarni Óskarsson hafa verið leiðtogar í handboltaþjálfun. Hefur knattspyrnuna hreinlega ekki vantað nýjan Róbert Jónsson sem er kannski síðasti unglingaleiðtoginn á knattspyrnuvelli Vals? Reynir Vignir: „Ég held að það sé alveg ljóst. Ég þekki ekki nógu vel hvenær unglingastarfið breyttist en í því hafa verið miklar sveiflur. í fljótu bragði man ég eftir Þorláki Amasyni sem var mjög virkur þjálfari en þó hefur enginn slagað upp í þá ímynd sem maður hefur af Robba Jóns.“ Geir: „Ég hef á tilfinningunni að það sé orðið langt síðan Valur gerði stóra hluti þar. Ef við bemm handbolta og fótbolta saman, með það í huga hvar þú getur borið meira úr býtum fjárhagslega, ættu flestir að velja fótboltann. Af hverju hafa þá fleiri góðir handboltamenn skilað sér en fótboltamenn? Ég tel að það sé vegna þess að handboltinn í Val hefur verið meira í sviðsljósinu en knattspyman, þar eru fleiri fyrirmyndir sem gerir það að verkum að krakkana langar frekar að spila handbolta. Markús Máni var til að mynda 8 eða 9 ára þegar sigurganga Vals hófst í hand- boltanum árið 1988 og hann og fleiri góðir tóku handboltann fram yfir fótbolt- ann vegna góðs gengis meistaraflokks. Þeir hefðu hæglega getað orðið feikna- góðir knattspymumenn. Síðan getum við rætt um hvort það tengist þjálfuninni, hverjir völdust til verka og svo framveg- is. Okkur vantar fleiri fyrirmyndir að Hlíðarenda, það er mergur málsins og við ættum að brydda upp á nýjungum í þeim efnum.“ Grímur: „Það sem handboltinn hefur haft fram yfir fótboltann síðastliðin ár er þjálfari eins og Boris. Hann hefur alið upp flesta framtíðarleikmenn meistara- flokks í handbolta. Við bindum sömu vonir við Zeljko sem við erum nýbúnir Yngstu iðkendur Vals eiga bjarta framtíð að Hlíðarenda ef framtíðarskipulagið nœr fram að ganga. 1 rœðustóli er Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari. að ráða til starfa sem yfirþjálfara yngri flokkanna en tíminn á eftir að leiða í ljós hver árangurinn af starfi hans, og ann- arra þjálfara, verður. Það sem hefur líka vantað hjá okkur er að móta almennilega afreksstefnu í knattspymunni þar sem menn vinna markvisst og í einhverju samhengi. Það hefur í sumum tilfellum verið alltof lengi við lýði hjá okkur að hreinlega redda því að það sé einhver að þjálfa flokkana án þess að markviss uppbygging eða markmiða setning sé höfð að leiðarljósi. Það dugar ekki að brúa endalaust eitt- hvert bil. Hin metnaðarfulla sýn hefur ekki verið fyrir hendi lengi. Það er forsenda þess að við séum samkeppnis- hæf að ráða eingöngu menntaða og hæfa þjálfara. Foreldrar vilja vitanlega að bömin þeirra fái bestu hugsanlegu þjálf- un og bestu aðstæður sem völ er á. Iþróttafélögin em komin í þá stöðu að þurfa að svara kröfum samfélagsins sem þeim er oft ókleift að uppfylla." Geir: „Meðal annars vegna þess að margir foreldrar telja að íþróttir eigi að vera ókeypis. Svo finnst þeim kannski sjálfsagt að fimleikar, eða tónlistamám, kosti heilmikið." Grímur: „Ég er ekki alveg sammála þessu og tel að foreldrar hafi skilning á málinu. Þó er alltaf sama harkið að inn- heimta æfingagjöldin. En fólk er farið að kyngja þeim rökum að borga fyrir góða þjálfun og aðstöðu. Því miður hafa margir andstæðingar okkar reynt að sverta ímynd Vals, kastað rýrð á sögu félagsins og glæsta sigra þess. Því miður hafa alltof margir Vals- menn kikknað undan umræðunni og nei- kvæðni og vanmáttarkennd hefur grafið um sig hjá félagsmönnum. Vissulega þarf að bæta ímynd Vals á þessum tímapunkti. Það er löngu orðið tímabært að að berja menn saman í eina liðsheild með góðu eða illu. Við eigum að vera flottastir og bestir. Þannig skal það vera. Valur mun taka flugið innan skamms og þá verður ekki aftur snúið." VERÐBREFASTOFAN Suðurlandsbraut 18, Reykjavík, sími 570 1200, www.vbs.is 56 Valsblaðið 2000

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.