Valsblaðið - 01.05.2000, Qupperneq 8

Valsblaðið - 01.05.2000, Qupperneq 8
íþá „gömlu góöu'' - jyrir nokkrum árum þegar Valur sigraði og sigraði. Á myndinni eru „gamlar “ kempur og nýjar stjörnur sem óþarfi er að kynna. reyna þeir að miðla reynslu sinni til ungu strákanna hjá Val. „Blandan hjá okkur er eiginlega þrískipt. Það eru ungu strák- amir, svo eru þeir þarna á milli Valgarð og Teddi og það má jafnvel setja Roland og Petija með þeim. Svo eru göntlu karl- amir Júlli, Valdi og ég. Það sem er kannski skrýtnasta í þessu er að Valur hefur nánast undantekningarlaust verið án útiendings og það er nýtt fyrir strák- ana og okkur að hafa útlending í liðinu." Er þetta góð blanda leikmanna? „Maður myndi álíta að hún væri nokkuð góð en oft á tíðum finnst mér við ekki ná alveg nógu vel saman sem ein liðsheild. Það er kannski full mikill aldursmunur á leikmönnum og þrátt fyrir að við séum allir bestu félagar á æfingum þá vantar þennan félagslega þátt utan vallar. Það getur verið erfitt að gera hluti saman þegar sumir leikmenn gætu hæglega ver- ið feður annarra." Maður hefur nú líka heyrt að mórall- inn hjá þessu ungu strákum sé dálítið sérstakur og að þið eldri strákarnir hafið þurft að ala þá aðeins upp? „Ég hef nú bara leyft þeim að þróa þenn- an sérstaka „húmor“, ef það má kalla það húmor, en ég veit að fyrirliðinn okk- ar (Júlíus Jónasson) hefur oft á tíðum átt ansi erfitt með að kyngja þessu. Það get- ur stundum verið ansi erfitt að skilja guttana.“ En hvernig er að þjálfa reynslubolta eins og Júlla og Valda, stráka sem þú hefur spilað með í gegnum alla flokka? „Ég reyni bara að meðhöndla þá eins og alla hina strákana sem eru að æfa. Þetta eru auðvitað góðir vinir mínir og ég geri mér alveg grein fyrir því að það getur haft áhrif ómeðvitað. Ég er kannski ekki rétti aðilinn til að svara því hvort ég sé eitthvað litaður í garð þeirra en ég hugsa að ef þeir yrðu spurðir myndu þeir segja að ég væri meira á bakinu á þeim heldur en öðrum leikmönnum. Ef það er raunin þá er það bara útaf því að ég geri meiri kröfur til þeirra þar sem þeir hafa reynsl- una sem þarf til að vinna og ég vil að þeir miðli til hinna þeirri kunnáttu sem þeir búa yfir.“ Nú hafið þið marga efnilega stráka í hópnum sem hafa verið að koma sterkari til leiks á síðustu inisserum. Er annað stórveldi að koma út úr „verksmiðjunni“ hér á Hlíðarenda? „Ég held að þessir strákar geti náð ansi langt. Ég er hins vegar ekki að segja að hér standi fullmótað lið eftir tvö ár. Það er reyndar mín skoðun að það þyrfti að ná í einn til tvo leikmenn til að gera liðið enn sterkara. Kjaminn er hins vegar til staðar og það eru efnilegir strákar allt niður í yngstu flokka hér hjá Val. Það er okkar sem eldri erum að hlúa vel að hon- um.“ En hvað hefur orðið um allar skytt- urnar á borð við Júlla, Kristján Ara og fleiri? Vantar ekki alveg þessar stóru útiskyttur í handboltann á Is- landi? „Þetta er mjög góð spuming. Það voru einhverjar vangaveltur um það að öllum stóru strákunum hefði verið stolið í körfuboltann á ákveðnu tímabili og það getur vel verið rétt. En ef við skoðum liðin í deildinni núna þá er ekki mikið af ungum hávöxnum skyttum. Ég hef bara ekki velt þessu nægilega fyrir mér til að korna með rökstutt svar, nema þá að þeir hafi valið aðrar íþróttagreinar." Hefur það haft áhrif á hvernig leikur- inn spilast að leikmenn séu yfirhöfuð minni? „Leikurinn hefur verið að breytast og mér hefur fundist við vera svona ári á eftir héma heima miðað við þróunina úti. I fyrra vom liðin úti rnikið að spila 3-2-1 og miklu „aggresívari" og það kemur kannski til vegna þess að vamarmenn eru orðnir minni og sneggri. Einnig hef- ur það breyst mikið að nú. geta leikmenn yfirleitt leikið margar stöður á vellinum. Héma áður fyrr voru menn alveg negldir í sína stöðu en nú færa menn sig úr hom- inu út í skyttu og geta jafnvel leikið bæði hægra og vinstra megin." Nú hefur liðunum í meistaraflokki karla fækkað stöðugt undanfarin ár og nú er svo komið að varla er hægt að leika í tveimur deildum. Hvaða skoðun hefur þú á þessari þróun? „Það kæmi mér ekki óvart að á næsta LHSÍ þingi yrði borin fram sú tillaga að sameina þessar tvær deildir sem eftir em í eina og þá er ég hræddur um að þessum ójöfnu leikjunt fjölgi. Það myndi líka gera þetta minna spennandi og ég er per- sónulega á móti þvf að sameina allt í eina deild." Ert þú með betri lausn? „Einhvem veginn verðum við að reyna að fjölga liðunum og Þjóðverjar hafa notað ágætis aðferð til að gera það. Þeir hafa leyft leikmönnum, sem eru 23 ára eða yngri, að leika með tveimur liðum - það er að segja einu neðrideildarliði og einu 1. deildarliði. Liðið, sem ætti leik- manninn, hefði svo alltaf þann rétt að ná í leikmanninn vanti þeim hann skyndi- lega. Ég held að þetta myndi einnig styrkja þessa ungu stráka sem ekki kom- ast að og veita þeim þá reynslu sem þeir 8 Valsblaðið 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.