Valsblaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 31

Valsblaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 31
Eftir Þorgpím Þáinsson íöðrumheimi! Valsfjölskyldan Þorsteinn Ólafs, Lára Kristjánsdóltir, Þór Steinar, Björg Magnea og Kristján Már tengjast Val Itvert með sínum hætti en öll eru þau Valsmenn fram í fingurgóma. Valsfjölskyldan Þorsteinn Ólafs, Þór Steinar, Björg Magnea, Lára Kristjánsdóttir og Kristján Már á heimaslóðum. Valsmaðurinn Þorsteinn Ólafs var ekki í þessum heimi þegar Grindavík lagði Val í úrvalsdeildinni í knattspymu sumarið 1999 sem varð til þess að Valur féll niður um deild í fyrsta skipti. Þorsteinn féll sjálfur harkalega í ylvolgt malbikið í London þegar skammt var eftir af leikn- um og verður að teljast mildi að hann slasaðist ekki alvarlega. „Nei, þetta var ekki skemmtileg lífs- reynsla," segir Þorsteinn alvarlegur í bragði. „Við vorum í góðra vina hópi í London og ég var nýbúinn að hringja heim og fá þær fréttir að staðan væri 1:0 fyrir Val þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum. Stuttu síðar gekk ég yfir götu, leit fyrst til hægri og síðan til vinstri, eins og maður gerir í vinstri umferð, en þá kom reiðhjólamaður á fullri ferð eftir miðri götunni og hjólaði mig niður. Eg rotaðist og missti meðvitund í einhverjar mínútur og rankaði við mér á spítala sex, sjö klukkutímum síðar. Því má með sanni segja að ég hafi ekki verið í þess- um heimi þegar Valur féll í 1. deild. Ég veit ekki hvort það var tilviljun eða ekki en eftir þessa lífsreynslu varð mér það enn ljósara að fótboltinn er ekki númer eitt í lífinu. Mér voru ekki sögð úrslitin strax því menn töldu slæm tíðindi of mikið álag í ofanálag. Þegar ég heyrði síðan loka- stöðuna hafði einhverju verið dælt í mig þannig að ég kippti mér ekki upp við úr- slitin. Kannski losaði fallið í 1. deild um ákveðna pressu hjá félaginu en vonandi kemst þetta ekki upp í vana.“ Þorsteinn Ólafs og eiginkona hans, Ólsarinn Lára Kristjánsdóttir, eru höfuð- paurar fimm manna Valsfjölskyldu sem hefur sett svip sinn á Hlíðarenda síðustu árin. Áhugi þeirra og umhyggja fyrir fé- laginu er augljós og endurspeglast í verkum þeirra, tíðum heimsóknum að Hlíðarenda, hlýjum orðum um félagið og síðast en ekki síst stuðningi við bömin þrjú sem em miklir Valsarar og framtíð- arleikmenn félagsins. Ekki má gleyma því að Þorsteinn hefur verið nokkurskon- ar hirðljósmyndari knattspymudeildar síðastliðin ár og tekið mikilvægar mynd- ir af flokkum og fólki sem munu nýtast vel í framtíðinni þegar menn þurfa að skoða sögu félagsins. Faðir Þorsteins, Runólfur Már Ólafs, lést árið ’73 en móðir hans er Magnea Þorsteinsdóttir og stjúpi Þór Vignir Steingrímsson. Foreldr- ar Láru eru Björg Lára Jónsdóttir og Kristján Helgason. Fyrir átti Þorsteinn dótturina Elínu Birgittu sem lést 16 ára gömul 1996. Saga Þorsteins t Val nær tæpa fjóra áratugi aftur í tímann og eflaust stjóm- uðu máttarvöldin því að hann og Lára urðu hjón því hún var Valsari þótt hún byggi í Ólafsvík. Lára er systir Helga Kristjánssonar (Helga Bjargar), fyrrum framkvæmdastjóra Vals, og altmulig- manns hjá félaginu en hann er einn þekktasti leikmaður Víkings frá Ólafs- vík. Og sannur heiðursmaður. „Sem krakki úti á landi horfði ég til höfuðborgarinnar og valdi mér lið í 1. Valsblaðið 2000 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.