Valsblaðið - 01.05.2000, Page 31

Valsblaðið - 01.05.2000, Page 31
Eftir Þorgpím Þáinsson íöðrumheimi! Valsfjölskyldan Þorsteinn Ólafs, Lára Kristjánsdóltir, Þór Steinar, Björg Magnea og Kristján Már tengjast Val Itvert með sínum hætti en öll eru þau Valsmenn fram í fingurgóma. Valsfjölskyldan Þorsteinn Ólafs, Þór Steinar, Björg Magnea, Lára Kristjánsdóttir og Kristján Már á heimaslóðum. Valsmaðurinn Þorsteinn Ólafs var ekki í þessum heimi þegar Grindavík lagði Val í úrvalsdeildinni í knattspymu sumarið 1999 sem varð til þess að Valur féll niður um deild í fyrsta skipti. Þorsteinn féll sjálfur harkalega í ylvolgt malbikið í London þegar skammt var eftir af leikn- um og verður að teljast mildi að hann slasaðist ekki alvarlega. „Nei, þetta var ekki skemmtileg lífs- reynsla," segir Þorsteinn alvarlegur í bragði. „Við vorum í góðra vina hópi í London og ég var nýbúinn að hringja heim og fá þær fréttir að staðan væri 1:0 fyrir Val þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum. Stuttu síðar gekk ég yfir götu, leit fyrst til hægri og síðan til vinstri, eins og maður gerir í vinstri umferð, en þá kom reiðhjólamaður á fullri ferð eftir miðri götunni og hjólaði mig niður. Eg rotaðist og missti meðvitund í einhverjar mínútur og rankaði við mér á spítala sex, sjö klukkutímum síðar. Því má með sanni segja að ég hafi ekki verið í þess- um heimi þegar Valur féll í 1. deild. Ég veit ekki hvort það var tilviljun eða ekki en eftir þessa lífsreynslu varð mér það enn ljósara að fótboltinn er ekki númer eitt í lífinu. Mér voru ekki sögð úrslitin strax því menn töldu slæm tíðindi of mikið álag í ofanálag. Þegar ég heyrði síðan loka- stöðuna hafði einhverju verið dælt í mig þannig að ég kippti mér ekki upp við úr- slitin. Kannski losaði fallið í 1. deild um ákveðna pressu hjá félaginu en vonandi kemst þetta ekki upp í vana.“ Þorsteinn Ólafs og eiginkona hans, Ólsarinn Lára Kristjánsdóttir, eru höfuð- paurar fimm manna Valsfjölskyldu sem hefur sett svip sinn á Hlíðarenda síðustu árin. Áhugi þeirra og umhyggja fyrir fé- laginu er augljós og endurspeglast í verkum þeirra, tíðum heimsóknum að Hlíðarenda, hlýjum orðum um félagið og síðast en ekki síst stuðningi við bömin þrjú sem em miklir Valsarar og framtíð- arleikmenn félagsins. Ekki má gleyma því að Þorsteinn hefur verið nokkurskon- ar hirðljósmyndari knattspymudeildar síðastliðin ár og tekið mikilvægar mynd- ir af flokkum og fólki sem munu nýtast vel í framtíðinni þegar menn þurfa að skoða sögu félagsins. Faðir Þorsteins, Runólfur Már Ólafs, lést árið ’73 en móðir hans er Magnea Þorsteinsdóttir og stjúpi Þór Vignir Steingrímsson. Foreldr- ar Láru eru Björg Lára Jónsdóttir og Kristján Helgason. Fyrir átti Þorsteinn dótturina Elínu Birgittu sem lést 16 ára gömul 1996. Saga Þorsteins t Val nær tæpa fjóra áratugi aftur í tímann og eflaust stjóm- uðu máttarvöldin því að hann og Lára urðu hjón því hún var Valsari þótt hún byggi í Ólafsvík. Lára er systir Helga Kristjánssonar (Helga Bjargar), fyrrum framkvæmdastjóra Vals, og altmulig- manns hjá félaginu en hann er einn þekktasti leikmaður Víkings frá Ólafs- vík. Og sannur heiðursmaður. „Sem krakki úti á landi horfði ég til höfuðborgarinnar og valdi mér lið í 1. Valsblaðið 2000 31

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.