Valsblaðið - 01.05.2000, Page 40
leiki. Hinn „óbreytti" Valsmaður lætur
ekki sjá sig þar. Hvað er til ráða? Ef við
reynum að líta í kringum okkur og sjá
hvað aðrir hafa gert, þá koma KR-ingar
fyrstir upp í hugann. Hjá KR varð mikið
hópefli meðal stuðningsmanna í kjölfar
afleits gengis þeirra um langt árabil. Al-
mennir stuðningsmenn fjölmenntu á
leiki og árið 1999 unnu þeir allt sem
hægt var að vinna. I sumar stóðu þeir sig
einnig vel á íslandsmóti, en þrátt fyrir
það fækkaði áhorfendum hjá þeim um-
talsvert frá toppárunum þar næst á und-
an. Hópeflið stóð ekki lengur. I fréttum
nú fyrir stuttu var sagt frá því að rekstr-
arfélag KR. en það rekur meistara- og 2.
flokk karla, hafi verið rekið með tapi á
síðasta úthaldi. Þetta kennir okkur að ef
til vill er ekki nægjanlegt að ná upp
tímabundnu hópefli.
Iþróttaefni í sjónvarpi hefur marga-
faldast á síðustu árum. Inni á heimilum
eru beinar útsendingar í sjónvarpi frá
einhverjum íþróttaviðburði nánast dag-
lega. Oft er haft á orði að sjónvarpið sjái
fólki fyrir nægjanlegu efni í þessu tilliti.
I mínum huga er á því enginn vafi að
sjónvarpið hefur haft sín neikvæðu áhrif
á mætingu á leiki. Einnig er rétt að nefna
áhrif dagblaða. Fyrir tíu til tuttugu árum
fjölluðu íþróttasíður dagblaðanna að
mestu um innlenda íþróttaviðburði. Er-
lent íþróttaefni fékk svona 20 til 30 pró-
sent af umfjölluninni. I dag er þessu á
annan veg farið. Aður skrifuðu blaða-
menn „lærða“ stíla um innlenda kapp-
leiki. Nú eru skrif þeirra að mestu byggð
upp af tölfærði og viðtölum við þjálfara
og leikmenn. Blaðamenn skrifa ekki
lengur frá eigin brjósti heldur færa þeir
lesendum mest ópersónulega tölfræði
um það að markið hafi verið skorða á
þrettándu mínútu en ekki þeirri fjórtándu
sem skipti auðvitað sköpum fyrir lesand-
ann að vita. Blaðamennimir hafa gleymt
því hlutverki sínu að endursegja á síðum
blaða sinna, spennuna og eftirvænting-
una sem ríkti á kappleiknum.
Afþreyingarefni ýmiskonar eykst
stöðugt í samfélaginu. Samtímis hefur
einnig orðið aukning á frítíma almenn-
ings. Nýjabrum nýrrar afþreyignar virð-
ist því miður hafa vinninginn á íþrótta-
kappleikina. Nýja afþreyingin stelur ekki
bara huga fólks, hún nær jafnframt við-
bótar frítímanum frá því.
Nú eru liðin allt of mörg ár frá því að
meistaraflokkur Vals í knattspymu karla
var í fremstu víglínu. Sama má segja um
meistaraflokk karla í körfuknattleik.
Meistaraflokkur karla í handknattleik hef-
ur verið í lægð frá 1998. íslandsmótið í
knattspymu karla hefst í maí og eru því
allar dyr enn opnar til að vinna til verð-
launa í sumar. Islandsmótið í handknatt-
leik karla er rúmlega hálfnað þegar þetta
er skrifað. Árangur hefur ekki verið eins
og vænta mátti miðað við mannskap og
getu. Þó er enn möguleiki á að ná árangri
í íslandsmóti, en þá þurfa menn að taka
sig taki og vinna þá leiki sem enn eru
eftir. Meistaraflokkur Vals-Fjölnis í
körfuknattleik karla hefur ekki skilað af
sér nema tveimur stigum er þetta er rit-
að. Þrátt fyrir það er ekki tilefni til ann-
ars en að vænta þokkalegs árangurs hjá
þeim í vor.
Aukin mæting á leiki í öllum greinum
er okkur sár nauðsyn. Keppendur fyllast
sjálfstrausti og eldmóði þegar hvatning
Svona fjölmenni þyrfti að vera að Hlíðarenda á hverjwn degi þar sem allir hafa eitt-
livað fyrir stafni. Við eigum að styðja við hakið á hörnwn okkar í íþróttwn og leggja
okkar afmörkum í félagsstarfinu því margar hendur vinna létt verk.
Þessir frœknu kappar tóku lagið í sumar-
blíðunni að Hlíðarenda í sumar þegar
mikill gestagangur var á Fjölskylduhá-
tíðinni. Hver vill ekki hlusta á Hemma
Gunn, Hörð Hilmars, Gumma Þorbjörns
og Grím Sœm syngja Valslagið í góðri
stemmningu.
berst frá áhorfendabekkjum. Andstæð-
ingar okkar verða óöryggir með sig þeg-
ar þeir finna að áhorfendur eru meira á
okkar bandi en þeirra. Dómarar eru
einnig veikir fyrir sterkum stuðnings-
mannahópi og dæma oftlega þeim í vil
sem stuðningsins njóta. Tekjur verða
meiri við fjölgun áhorfenda sem aftur
stuðlar að léttara og markvissara starfi
fyrir deildimar. Börnin og unglingamir
eignast fyrirmyndir og hetjur á leikvell-
inum þegar vel gengur sem aftur ^ykur
leikgleði þeirra og árangur. Þetta eru allt
samverkandi þættir. Fjölgun áhorfenda,
árangur liðanna, uppbygging unglinga-
starfsins og fjárhagsstaða félagsins.
Ég skora því á alla almenna Valsmenn
að setja sér það fyrir reglu að sleppa einu
og einu kvöldi fyrir framan sjónvarpið
og mæta heldur á Hlíðarenda og taka
þátt í lifandi kappleik sem áhorfendur.
Gestagangur er það sem við þurfum
helst á Hlíðarenda. Ungir og aldnir Vals-
rnenn; mætið á kappleiki á Hlíðarenda.
Sérhver Valsmaður sem mætir á leiki
stuðlar að því að félaginu famist vel og
skili árangri, ekki bara íþróttalegum ár-
angri, heldur einnig árangri í uppbygg-
ingu og þroska æksunnar. Er það ekki
hálf dapurt til afspurnar að félaginu þínu
gangi ekki sem skildi vegna þess að þú
lætur ekki sjá þig á heimaleikjum þess.
Leggjumst á eitt og margföldunt gesta-
ganginn á Hlíðarenda.
Reykjavík 11. desember 2000.
Valsblaðið 2000