Valsblaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 26

Valsblaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 26
ir Fair play 11 Erindi séra Friðriks Friðrikssonar viö vígslu fotboltasvæðis KFUM þann 6. ágúst 1911 Vakið, standið stöðugir í trúnni, verið karlmannlegir, verið styrkir. Allt hjá yður sé í kœrleika gjört. (I. Kor. 16.13) I dag erum vér komnir hér saman, með- limir í báðum fótboltafélögum KFUM til þess að vígja þetta svæði, sem vér höfum rutt og fengið leyfi fyrir hjá heiðraðri bæjarstjóm vorri. Nú höfum vér þá ágætt leiksvæði og tvö fótboltafélög innan KFUM. Ef einhver kynni nú að spyrja hvort þessi félög séu samrýmanleg anda og starfsemi félagsins þá segjum vér hik- laust „já“. Allar íþróttir, útileikir o.s.frv., allt það sem í daglegu tali er kallað sport, það getur vel samrýmst anda og tilgangi félagsins, ef þess aðeins er gætt að það verði ávallt hið annað í röðinni, aldrei höfuðatriði, aldrei takmark. Allt slíkt á að styrkja oss til staðfastari baráttu í líf- inu, og er því ágætt uppeldismeðal. Á sunnudaginn var talað um að bjöll- umar á hálsum hestanna ættu að hafa þessa áritun: helgaður drottni. Og út af því var lagt svo, að allt sem vér ættum við í lífi voru og starfi, bæði stórt og smátt, væri helgað guði, og allt gjört í hans anda. Nú viljum vér setja fótboltastarfsemi KFUM bjöllu með þessari áritun: Helgað drottni! Og er bjallan kallar oss saman til leiks, þá skal hún hljóma til vor: helgað drottni - helg- að drottni. Vér vinnum allt með því að helga það guði. Enginn þarf að halda að hann verði daufingi við það að helga leik sinn eða íþrótt sína drottni. Öðru nær! Leikurinn verður fegurri og nautnaríkari. Það er fagurt að sjá unga menn með stælta vöðva, fagran limaburð og þrekmikinn vilja keppa í siðsömum leik. En ef vér helgum guði þennan vom leik, má ekkert ósæmilegt eiga sér stað á leikvelli vor- um. Leikurinn óprýkkar við allt ósæmi- legt. Hér á þessum velli má aldrei heyr- ast ljótt orðbragð, ekkert blótsyrði, engin keksni, engin særandi orð, enginn gár- ungaháttur né háreysti! Þér ungu menn, sem standið nú í röð- um reiðubúnir að ganga inn á hið nýja svæði til leiks, sýnið að þér getið leikið með kappi og fjöri og þó sem göfugir, ungir menn, sem fullkomlega hafið vald yfir yður. Náið þessu valdi, hvað sem það kostar. Náið valdi yfir limum yðar. Æfið augun og sjáið fljótt, hvað gjöra skal, æfið fætuma til þess að þeir gefi mátulegt spark eftir því sem augað reiknar út að með þurfi. Æfið hendurnar til þess að fálma ekki út í bláinn, til þess að gjöra þær hreyfingar, sem við eiga. Látið hendur og handleggi verða svo sjaldan sem unnt er fyrir knettinum. Æfið tungu yðar, svo að engin óþarfa orð heyrist. Leggið alla stund á að leggja fegurð inn í leik yðar, látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði. Látið ekki líkamann vera í 18 hlykkjum, heldur látið hvem vöðva vera stæltan og allan líkamann í þeirri stellingu sem fegurst er. Verið þar á svæðinu sem yður ber að vera hverjum samkvæmt skyldu sinni og varast blind- an ákafa og fum. Allur þjösnaskapur veri langt frá yður. Kærið yður ekki um að vinna með röngu eða ódrengilegu bragði. Þeir sterk- ari boli aldrei hinum yngri og linari frá réttum leik. Segið ávallt satt og venjið yður á að segja til ef yður verður eitt- hvað á og játa það. Hælist aldrei yfir þeim sem tapa, og gleðjist líka yfir vel- leiknu sparki hjá mótleiksmönnum yðar. Látið aldrei áfagurt pex eða þráttanir skemma leikinn. Verið fljótir að hlýða þeim sem leik stjóma, einnig þó að þeir séu yngri. Leiðréttið og segið til með hógværð þeim sem óæfðari eru og kallið engan klaufa þótt örðugt gangi í fyrstu. Látið aldrei óánægju koma upp hjá yður, vegna þess hlutverks, sem þér haf- ið fengið í leiknum. Gætið að því að hver staða í leiknum er þýðingarmikil og nauðsynleg. Markvörðurinn og bakverð- imir eru eins þýðingarmiklir eins og frumherjamir. Þar er enginn mismunur, Séra Friðrik Friðriksson stofnandi Vals og KFUM og KFUK. hver hefur síns hlutverks að gæta. Sér- hver yðar leggi þá alúð inn í sitt hlutverk eins og leikslokin væru undir trú- mennsku hans ein komin. Munið eftir að viðhafa aldrei orðskrípi. Nefnið markið mark en ekki „gull“, sem er afbökuð enska. Látið aldrei heyrast orðskrípi eins og t.d. „halfbak“ eða „harðbak" eða „fúllbak", slíkt er ósæmilegt. Þá fimm fremstu nefnum vér fmmherja, þá 3 í næstu röð miðmenn, þá koma þar fyrir aftan bakverðir og markvörður stendur í marki. Öll mikilmennska, mont og yfirlæti sé langt frá yður, en hógværð og lítillæti sé prýði og aðalsmerki hinna bestu. Þjón- ustusemi og veglyndi einkenni alla fram- komu vora, bæði á leiksvæði og utan leiks. Leikinn höfum vér oss sjálfum til hressingar og heilsusamlegrar hreyfing- ar. Hann á að vera uppeldismeðal til þess að ná meiru og meiru valdi yfir sjálfum sér. Hann á að hafa styrkjandi áhrif á lík- amann og göfgandi áhrif á sálina. Hann er einn liður í starfi KFUM sem gæðir og viðheldur félagslífinu á sumrin og á að gjöra oss færari til þess að þjóna guði í hreinleika líkama, sálar og anda. Sá 26 Valsblaðið 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.