Valsblaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 27

Valsblaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 27
Séra Friðrik, stofnandi Vals sem temur sjálfan sig og reynist trúr í hinum minnstu atriðum leiksins, undir- býr sig með því til þess að geta lifað í trúmennsku og prettleysi í skyldustörf- um lífsins. Sá sem hagar sér óheiðarlega í leik, verður varla fastur fyrir í ráð- vendni lífsins. Þeim ungling, sem temur sér pretti og ógöfuga framkomu á leiksvæði, get ég ekki vel treyst í því sem meira er undir komið. Með leik yðar getið þér gjört KFUM bæði sóma og gagn, en þér getið líka gjört því tjón og skömm. Gætið vel að því. Tvö fótboltafélög höfum vér nú innan KFUM. Þau geta keppt hvort við annað, en á félög utan KFUM skorum vér ekki né heldur tökum vér á móti áskorunum frá þeim til kappleikja. Til- gangur vor er sá að nota leikina oss til gagns inn á við, en ekki til fordildar út á við. Annað mál er það, að vér getum seinna, ef oss svo sýnist, sent flokk á eitthvert allsherjar íþróttamót með tím- anum, ef vér höfum reynst trúir og at- orkusamir í því sem vér höfum, svo vér þá getum bæði unnið sigur og beðið ósigur með sóma. Sá sem leikur af sannri íþrótt, stillingu, kappi og fegurð, vinnur sér sóma, þótt annar verði yfir- sterkari. Gætið þess við hverja æfingu. Hafið markmið fyrir augum, gjörið ekk- ert út í bláinn, en vitið ávallt hvað þér viljið og hvers vegna þér gjörið þetta eða hitt. Munið ávallt eftir því, að leikur vor er ekki aðeins stundargaman, heldur á hann að vera til þess að gjöra oss betri, göf- ugri, heiðarlegri og karlmannlegri með hverri æfingu. Og samlíf vort á leik- svæðinu og utan þess á að efla kristin- dóm vom og vera guði til dýrðar. Það er höfuð-markmiðið. Hve hátt sem vér setj- um þessa íþrótt og aðrar góðar listir, verðum vér sem sannir meðlimir KFUM að segja með postulanum: „Líkamleg æfing er til lítils nýt, en guðhræðslan er til allra hluta nytsamleg og hefur fyrir- heit bæði fyrir þetta líf og hið tilkom- andi“. (1. Tím. 4,8) Með þessum hugsjónum viljum vér þá ganga inn á nýja svæðið vort, sem oss er léð af góðfýsi bæjarstjómarinnar. Notum það þá vel. Vér munum ávallt minnast með gleði á þann tíma, sem gengið hefur til þess að ryðja svæðið. Kærleika, starfi og atorku hefur verið fómað kvöld eftir kvöld á þessum bletti. Hjarta vort hefur því tekið ástfóstri við hann. Svo set ég þá á hann áritunina: „Helgað drottni!“ Hún stendur eins og í stórum boga letruð yfir svæðið markanna á milli. Þeir sem unna KFUM og málefni guðs, sjá hann alltaf í anda. I nafni KFUM vígi ég svo svæði þetta til notkunar, til framfara og yndisauka. Hér ríki friður, kærleiki, samheldni, feg- urð og atorka. Hér þrífist aldrei neitt ósæmilegt eða ljótt. Guð blessi svæði vort, leik vom og líf! Guðs orð segir: „Að öðru leyti, bræður, verið glaðir. Ver- ið fullkomnir, áminnið hver annan, verið samhuga, verið friðsamir." (II. Kor. 13.11) Og ivo til starfa! Allir á sinn stað. Afram. Séra Friðrik hefði verið hrifinn af þessum giœsilega hópi drengja sem skipaði 5. flokk Vals síðastliðið sumar en þeir nutu hand- leiðslu Gylfa Sigurðssonar þjálfara. Einkunnarorð séra Friðriks eru þungamiðjan í hópnum eins og sjá má. „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði." Valsblaðið 2000 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.