Valsblaðið - 01.05.2000, Page 63

Valsblaðið - 01.05.2000, Page 63
t Einar Örn Birgis fæddur 27. september 1973 - dáinn 8. nóvember 2000 Góður drengur, vinur okkar og félagi Einar Öm Birgis er fallinn frá, langt fyrir aldur fram. Einar Örn var einn af fáum einstak- lingum sem keppti í öllu greinum boltaíþrótta fyrir Val. I yngri flokkum lék hann handbolta og körfubolta og síðan lék hann með meistaraflokki Vals í knattspymu á fullorðinsárunum. Einnig lék hann handknattleik, með Hraðlestinni, C Iiði Vals í handbolta síðustu 3 ár, en það er sem kunnugt er góður félags- skapur manna sem stunduðu handknattleik í yngri flokkum og/eða þeirra sem nýlega hafa hætt með meistaraflokki. Margir muna eftir Einari Erni þegar hann lék með yngri flokkunum. Hann var óvenju hæfileikaríkur íþróttamaður, sérlega „tekk- neskur" og útsjónarsamur og hafði yfirburðarleikskilning. Skipti ekki máli hvort um var að ræða knattspyrnu, handknattleik eða körfuknattleik. Harin kaus hinsvegar að leggja stund á knatt- spyrnu þegar hann gekk upp úr yngri flokkunum. Einar lék með nokkrum félögum í knattspymunni, Víkingi, Val, Þrótti, KR og HK og einnig sem atvinnumaður í Noregi. Það var engin tilviljun að Einar var í Hraðlestinni. Hann var bæði góður handknattleiksmaður, þótt hann hefði ekki æft íþróttina í yfir 10 ár, en ekki hvað síst var hann mikilvægur hlekkur í léttleika og góðum anda sem er aðalsmerki þessa hóps. Einar var alltaf í léttu skapi, hrókur alls fagnaðar, mætti vel og tók hlutunum með jafnaðargeði. Skarð hans í okkar hópi verður ekki fyllt. Með þessum fáu orðum vil ég fyrir hönd félaga í Hraðlest- inni, æfingafélaga hans í Val sem og Valsmanna allra votta unn- ustu og fjölskyldu Einars Amar, sem og öllum ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð. Lárus Sigurðsson + Lúðvíg Árni Sveinsson fæddur 7. júní 1901 - dáinn 27. desember 1999 Valsmönnum var verulega brugðið mánudaginn 27. desember s.l. þegar sú fregn barst að Lúðvíg Árni Sveinsson hefði orðið bráðkvaddur á heimili sínu. Við höfðum vænst þess að eiga hann að samstarfsmanni í mörg ár í viðbót enda hafði hann ýmis störf á sinni könnu sem stjómarmaður í aðalstjórn félags- ins. Á síðasta fundi stjómarinnar fyrir jól lék hann á als oddi og engan grunaði að sæti hans yrði autt í upphafi nýs árs, enda hafði hann ekki borið veikindi sín á torg . Lúðvíg Ámi var traustur Valsmaður. Hann kom sem polli að Hlíðarenda og æfði þar fótbolta og einnig körfubolta en innan fé- lagsins var hann fyrsl og fremst þekktur sem starfsmaður þess og síðar stjómarmaður. Hann kom til starfa sem framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar Vals árið 1990 og starfaði fyrir deildina til ársins 1992. Það ár var hann kjörinn formaður handknattleiks- deildar og gengdi því starfi af mikilli samviskusemi í tvö ár. Á þessum árum leiddi Lúðvíg Árni vaska sveit stjómarmanna sem brydduðu upp á ýmsum nýjungum í starfi deildarinnar og stóðu vel að rekstri hennar. Uppskeran var líka ríkuleg. Margir góðir sigrar unnust í öllum flokkum og sérstaklega náðist glæsi- legur árangur í meistaraflokkum. Hápunkturinn var í febrúar 1993 þegar bikarmeistaratitlar unnust á sama degi, bæði í mfl. karla og kvenna. Keppendur hverju sinni finna fljótt fyrir því ef öflugt starf er innan deildarstjóma. Þeir eflast og leggja sig enn betur fram. Vinna Lúðvígs Áma og félaga á árunum 1990-1993 skilaði sér þannig að eftir var tekið. Hann og samstarfsmenn hans á þess- um tíma hafa haldið áfram að skila drjúgu verki til félagsins með ýmsum hætti. Þegar fréttin um andlát Lúðvígs Áma barst stóðu félagar hans fyrir samverustund í Friðrikskapellu og þangað komu margir Valsmenn og áttu saman kyrrðarstund þar sem hans var minnst. Þessir nánu félagar, sem nú hafa misst góðan leiðtoga, munu vafalaust halda merki hans á lofti innan félagsins um ókomna tíð. Vorið 1999, þegar stjórnamann vantaði í aðalstjórn Vals, leit- aði ég til Lúðvígs Áma og bað hann að koma til formlegra starfa aftur með sína miklu reynslu og þekkingu á starfi félags- ins. Hann var strax reiðubúinn enda þótt hann hefði ekki fengið langt hlé frá stjómarstörfum. Greinilegt var að hann kom tví- efldur til starfa, lét sig hvergi vanta þar sem kappleikir fóru fram og tók virkan þátt í hefðbundnum störfum stjómarinnar. Hans er sárt saknað og skarð það, sem hann skilur eftir sig inn- an félagsins, verður vandfyllt. En þó að söknuður Valsmanna sé mikill þá er meiri harmur kveðinn að fjölskyldu hans. Henni eru fluttar innilegar samúð- arkveðjur frá öllum félagsmönnum Knattspymufélagsins Vals. Reynir Vignir, formaður Valsblaðið 2000 63

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.