Valsblaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 10

Valsblaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 10
Sameining viö Fjölni Skýrsla aðalstjórnar Knattspyrnufélagsins Vals ur sogunni! Árið sem nú er liðið frá því síðasta skýrsla aðalstjómar Vals birtist í Vals- blaðinu 1999 hefur um margt verið sér- stakt hjá félaginu. Hér á eftir verður gerð grein fyrir því helsta sem sneri að aðal- stjóm félagsins. Skipan stjórnar oy aöalfundur Jólahátíðin 1999 var ekki liðin þegar Valsmönnum barst sú harmafregn að hinn ágæti stjómarmaður, Lúðvíg Árni Sveinsson, hefði orðið bráðkvaddur á heimili sínu. Félagsmönnum var mjög brugðið við þessa fregn og fyrsta verk stjórnarinnar var því að minnast þessa ágæta félaga á kyrrðarstund í Friðriks- kapellu og síðan á samkomu hinn 31. desember í félagsheimilinu. Vegna þessa óvænta fráfalls Lúðvígs var stjóm Vals aðeins skipuð átta mönn- um fram til aðalfundar félagsins. Hann var haldinn óvenjuseint á árinu eða hinn 26. júní. Ástæða þess var sú að beðið var ákveðinna tímamóta í viðræðum Vals og Fjölnis, eins og nánar er vikið að hér að neðan. Dagskrá fundarins var samkvæmt lögum félagsins. Fundurinn var fjölsóttur og fór vel fram en miklar umræður urðu á fundinum um þau málefni félagsins, starfið að Hlíðarenda og þær viðræður sem stjórnin stóð þá í við Fjölni. Á fund- inum voru eftirtaldir kjörnir í stjórn til næsta árs og skiptu þannig með sér verk- um: Reynir Vignir.formaður Ragnar Ragnarsson, varaformaður Hörður Gunnarsson, ritari Hans Herbertsson, gjaldkeri lngólfur Friðjónsson, meðstjórnandi Guðmundur Jón Matthíasson, meðstj. Grímur Sœmundsen, form. knattspyrnud. Karl Jónsson.form. handknattleiksd. Hannes Birgir Hjálmarsson, form. körfu- knattleiksdeildar Nýr maður í stjóminni er Guðmundur Jón Matthíasson. Framkvæmdir oy félagssvæðið Stjórn félagsins ákvað að ráðast ekki í miklar framkvæmdir á árinu. I ársbyrjun var ákveðið að fresta því að hefja inn- réttingar nýrrar skrifstofuaðstöðu sem koma á á hæðinni fyrir ofan búnings- klefa gamla íþróttahússins. Var talið eðli- legt að láta það bíða af ýmsum ástæðum á vinnumarkaðnum og líka af því að tals- verð umræða var í gangi um framtíðar- skipan mála innan félagsins. Á árinu hef- ur því einkum verið unnið að ýmsum viðhaldsverkefnum bæði innan húss og utan. Þegar þetta er ritað er hins vegar búið að ákveða að á næstu vikum verði innréttingar í skrifstofuaðstöðu unnar í einum áfanga og stefnt er að því að taka þá aðstöðu í notkun í byrjun ársins 2001. Félagið hefur eins og undanfarin ár þurft að fylgjast með áhuga aðila á landssvæðinu í kringum okkar svæði, en eins og kunnugt er á Valur eftir að fá frá Reykjavíkurborg landssvæði samkvæmt Frá vinstri: Hans Herbertsson gjaldkeri, Ragnar Ragnarsson varaformaður, Hannes Hjálmarsson formaður Körfukn.d., Reynir Vignir formaður, Grímur Sœmundsen form.knattsp.d., Ingólfur Friðjónsson, Hörður Gunnarsson ritari, Karl Jónsson form. handkn.d. A myndina vantar Guðmund Jón Matthíasson. 10 Valsblaðið 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.