Valsblaðið - 01.05.2000, Page 10

Valsblaðið - 01.05.2000, Page 10
Sameining viö Fjölni Skýrsla aðalstjórnar Knattspyrnufélagsins Vals ur sogunni! Árið sem nú er liðið frá því síðasta skýrsla aðalstjómar Vals birtist í Vals- blaðinu 1999 hefur um margt verið sér- stakt hjá félaginu. Hér á eftir verður gerð grein fyrir því helsta sem sneri að aðal- stjóm félagsins. Skipan stjórnar oy aöalfundur Jólahátíðin 1999 var ekki liðin þegar Valsmönnum barst sú harmafregn að hinn ágæti stjómarmaður, Lúðvíg Árni Sveinsson, hefði orðið bráðkvaddur á heimili sínu. Félagsmönnum var mjög brugðið við þessa fregn og fyrsta verk stjórnarinnar var því að minnast þessa ágæta félaga á kyrrðarstund í Friðriks- kapellu og síðan á samkomu hinn 31. desember í félagsheimilinu. Vegna þessa óvænta fráfalls Lúðvígs var stjóm Vals aðeins skipuð átta mönn- um fram til aðalfundar félagsins. Hann var haldinn óvenjuseint á árinu eða hinn 26. júní. Ástæða þess var sú að beðið var ákveðinna tímamóta í viðræðum Vals og Fjölnis, eins og nánar er vikið að hér að neðan. Dagskrá fundarins var samkvæmt lögum félagsins. Fundurinn var fjölsóttur og fór vel fram en miklar umræður urðu á fundinum um þau málefni félagsins, starfið að Hlíðarenda og þær viðræður sem stjórnin stóð þá í við Fjölni. Á fund- inum voru eftirtaldir kjörnir í stjórn til næsta árs og skiptu þannig með sér verk- um: Reynir Vignir.formaður Ragnar Ragnarsson, varaformaður Hörður Gunnarsson, ritari Hans Herbertsson, gjaldkeri lngólfur Friðjónsson, meðstjórnandi Guðmundur Jón Matthíasson, meðstj. Grímur Sœmundsen, form. knattspyrnud. Karl Jónsson.form. handknattleiksd. Hannes Birgir Hjálmarsson, form. körfu- knattleiksdeildar Nýr maður í stjóminni er Guðmundur Jón Matthíasson. Framkvæmdir oy félagssvæðið Stjórn félagsins ákvað að ráðast ekki í miklar framkvæmdir á árinu. I ársbyrjun var ákveðið að fresta því að hefja inn- réttingar nýrrar skrifstofuaðstöðu sem koma á á hæðinni fyrir ofan búnings- klefa gamla íþróttahússins. Var talið eðli- legt að láta það bíða af ýmsum ástæðum á vinnumarkaðnum og líka af því að tals- verð umræða var í gangi um framtíðar- skipan mála innan félagsins. Á árinu hef- ur því einkum verið unnið að ýmsum viðhaldsverkefnum bæði innan húss og utan. Þegar þetta er ritað er hins vegar búið að ákveða að á næstu vikum verði innréttingar í skrifstofuaðstöðu unnar í einum áfanga og stefnt er að því að taka þá aðstöðu í notkun í byrjun ársins 2001. Félagið hefur eins og undanfarin ár þurft að fylgjast með áhuga aðila á landssvæðinu í kringum okkar svæði, en eins og kunnugt er á Valur eftir að fá frá Reykjavíkurborg landssvæði samkvæmt Frá vinstri: Hans Herbertsson gjaldkeri, Ragnar Ragnarsson varaformaður, Hannes Hjálmarsson formaður Körfukn.d., Reynir Vignir formaður, Grímur Sœmundsen form.knattsp.d., Ingólfur Friðjónsson, Hörður Gunnarsson ritari, Karl Jónsson form. handkn.d. A myndina vantar Guðmund Jón Matthíasson. 10 Valsblaðið 2000

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.