Valsblaðið - 01.05.2000, Page 42
Sápukast í Köhm!
Dagana 31. maí til 6. júní 2000 tóku 8.-9. og 10. flokkur karla hjá Val
þátt í körfuknattleiksmdtinu „Gautaborg Oasketball Festeval" í Svíþjdð.
Hinnfríði ogföngulegi Valshópur (8. 9. og lO.flokkur) í Gautaborg á Basketball Festeval. A myndina vantar Ijósmyndarann Sigþór
Björgvinsson.
Á miðju síðasta keppnistímabili var
ákveðið að fara í keppnisferð fimm mán-
uðum síðar og varð Gautaborg Basket-
ball Festeval fyrir valinu. Mótið heiilaði
vegna þess að það er stórt og hentar lið-
um af ólíkum styrkleikaflokkum. Yfir
fjögurhundruð lið keppa árlega á þessu
móti
Strákarnir voru duglegir að safna fjár-
magni þótt lítill tími væri til stefnu.
Ferðin kostaði 50.000 kr. fyrir hvem
leikmann. Innifalið var flug til og frá
Kaupmannahöfn, gisting í Kaupmanna-
höfn í tvær nætur, rútuferð til og frá
Gautaborg, morgunmatur alla dagana,
tvívegis hádegis- og kvöldmatur, miði í
skemmtigarðinn Liseberg, og allar sam-
göngur í Gautaborg fríar á meðan mótinu
stóð, mótsgjald og íslensk farastjórn,
sem Brynjar Karl Sigurðsson sá um.
Haldið var af stað frá Hlíðarenda 30.
maí en daginn eftir komuna til Gauta-
Netið tekið úr körfunni eftir sigur á mót-
inu en það er siður í menntaskólum og
háskólum í Bandaríkjunum - ekki í Sví-
þjóð! Atli Antonsson fyrirliði tekur netið
úr körfunni og síðan var hlaupið í sturtu.
borgar byrjaði fjörið - eða tveir leikir á
hvem flokk. 8. og 9. flokkur áttu fyrstir
leik og það á sama tíma og hvor í sínum
enda borgarinnar. Sigþór bróðir minn fór
með 9. flokk og ég með 8. flokk en leiðir
okkar skildu á skiptistöðinni. Sigþór
hafði ekki hugmynd um hvar strætis-
vagninn ætti að stoppa og munaði
minnstu að strákamir misstu af fyrsta
leiknum. Þeir gripu til þess gamla ráðs,
ef maður veit ekki hvar maður er, að taka
leigubíl. Þeir rétt náðu að smeygja sér í
treyjurnar fyrir leikinn sem var á móti
sænsku liði. Leikurinn tapaðist með 11
stigum og má segja að ferðaspennan'hafi
slegið okkar lið út af laginu.
Þegar leiðir skildu á skiptistöðinni fór
8. flokkur í sporvagn þangað sem við
áttum að keppa, en það var lengst úti í
sveit og við vissum ekkert hvert við átt-
um að fara. Vegna snilligáfu Gunnars
Skúlasonar í sænsku fundum réttan
42
Valsblaðiö 2000