Valsblaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 55

Valsblaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 55
að vinna betur úr því sem við eigum inn- an félagsins. Við þurfum tíma, gefa starfsmönnunum skýr fyrirmæli og nota afmælisárið til framdráttar á öllum svið- um. Þá stefnu er þegar búið að marka í stjóminni." Grímur: „Starfsumhverfið hér að Hlíðar- enda hefur verið gjörsamlega óviðunandi en það horfir nú sem betur fer til betri vegar. Með því að taka nýju skrifstofu- aðstöðuna í notkun verður Hlíðarendi betri vinnustaður. Reyndar er alþekkt að allt of mikill tími forystumanna í Val hefur farið í að halda þessari skútu á floti. Nú hillir undir það að við séum hugsanlega að horfa til breytinga í þeim efnum en það myndi þýða nýja framtíð fyrir Val. Það er gríðarlega mikilvægt að klára þetta innviðastarf, sameina fjárhag deildanna á eina hendi, hafa eina stjórn og einn aðalfundur sem skipar alla trún- aðarmenn. Þá er þetta ekki flókið dæmi. Hins vegar er spuming hvert framhaldið verður með körfuboltann en mér finnst persónulega áhugavert að þróa enn frekara samstarf við Fjölni hvað það varðar." Geir: „Kannski er betra að einblína á tvær greinar án þess að ég sé að segja hver þeirra eigi að víkja. Ég tel reyndar að það sé pláss fyrir körfuna í Val en við verðum að spyrja hvort starfið í dag sé að skila því sem við ætlum okkur. Ef íþróttaskólinn verður að veruleika sé ég ekkert því til fyrirstöðu að við séum líka að ala af okkur afburða körfuboltamenn hvort sem þeir munu leika undir merkj- um Vals eða Fjölnis." Gæti slíkur íþróttaskóli ekki hugsan- lega skilað af sér fimleikamönnum eða frjálsíþróttastjörnum? Geir: „Það liggur í augum uppi að íþróttagreinar eins og fimleikar og frjáls- íþróttir eru líklega besti grunnurinn sem böm geta fengið fyrir boltaíþróttimar. Ég vil einmitt leggja ríka áherslu á þær greinar. Úr því ég gat náð langt í íþrótt- um, og ég tek það fram að ég var á núll- punkti þegar ég byrjaði, ættu börn sem fá fjölbreyttan grunn auðveldlega gert það. Ég vann mig reyndar upp, var lán- samur með þjálfara og kennara en hvort maður byrjar að kasta bolta 8 ára eða sparka bolta 10 ára er ekki aðalmálið, heldur að þú sért vel undir það búinn lík- amlega. Ég var með einstakan leikfimi- kennara sem krakki, Þórð Pálsson, sem var ennfremur frábær fimleikamaður, og hann var með góðar fimleikaæfingar sem Reynir Vignir, formaður Vals, bindur miklar vonir við að framtíðarskipulag svœðisins að Hlíðarenda verði að veruleika og að félagið muni svífa vængjum þöndum í framtíð- inni. skiluðu mér miklu. Vissulega spilar keppnisskap, dugnaður og harka inní þegar við erum að tala um afreksmenn en lengi býr að fyrstu gerð. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum ekki að vera að spá of mikið í það sem gerist úti í bæ heldur marka okkar eigin stefnu í því fyrst og fremst að búa til góða einstaklinga. Ef þeir skila sér ekki í boltaíþróttum fyrir okkur eru við að sinna uppbyggingastarfi almennt og við getum verið stolt af því.“ Reynir Vignir: „Að mínu mati er pláss fyrir fleiri en tvær greinar hjá okkur mið- að við þá aðstöðu sem við höfum. Hins vegar er þetta alltaf spuming um áhuga á íþróttagreinunum í borginni hverju sinni. Vissulega hef ég áhyggjur af körfubolta almennt því meistaraflokkstarf í Reykja- v£k er ekki burðugt. Og það hefur svo sem ekki verið það heldur í fótbolta og handbolta á tímabili. En við sem félag þurfum að vera í fararbroddi með því að breyta stöðu þessara greina. Það er ekk- ert sem segir að það sé ekki hægt að æfa aðra greinar en boltaíþróttir að Hlíðar- enda. Þær hugmyndir eru hluti af því að við vorum tilbúnir að fara í viðræður við Fjölni. Við vorum vakandi fyrir tækifær- um að vera á undan í hugsunarhætti, til- búnir að breyta því starfi í Reykavík sem er búið að vera í kyrrstöðu allt of lengi. Iþróttafélögum í Reykjavík kemur til með að fækka í framtíðinni og það er ekkert vit í því að byggja upp stórkost- lega aðstöðu í hverju einasta hverfi. Fé- lög eiga að vera með sameiginlegan heimavöll í knattspymu því stúkur eru aðeins notaðar fyrir 8-10 leiki á ári. Það er ekki nokkur fjárfesting. Tvö til þrjú lið ættu hæglega að geta notað sama heimavöll eins og mörg stórfélög úti í heimi.“ Hverju hefur sameiningaferlið við Fjölni skilað sér fyrir Val? Reynir Vignir: „Það hefur skilað sér margvíslega á jákvæðan hátt. Fyrir það fyrsta gengum við hreint til verks, vorum opnir og heiðarlegir gagnvart Fjölni og borginni. Stjóm Vals hefur verið mjög samtíga og þetta mál hefur þjappað stjómarmönnum Vals saman. Núna í dag vitum við miklu betur hvað við viljum og við sjáum miklu fleiri möguleika af því við höfum gefið okkur tíma til að velta þeim fyrir okkur. Við erum líka búnir að ná athygli borgarinnar á svæð- inu okkar og þeim möguleikum sem eru fyrir hendi. Nú er gullið tækifæri til að þróa þá til frekari framkvæmda. Það sem er líka gleðilegt er að samein- ingarmálin hafa kallað á fólk sem var á móti sameiningunni. Það hefur áttað sig á því að það var heldur óánægt með Val en gerði ekkert í því. Þetta fólk hefur ris- ið upp og hrint ýmsu í verk með glæsi- legum hætti eins og sýndi sig í sumar. Þá hafa sumir foreldrar skilað sér í stjómir deildanna. Við erum búnir að leysa úr Valsblaðið 2000 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.