Valsblaðið - 01.05.2000, Page 66
Fjárfest í veltiskil
Starfsemi Valsmanna hf. hefur gengið
vel á árinu. Haldnir hafa verið níu form-
legir stjómarfundir auk margra smærri
funda. Segja má að sú vinna, sem fór í að
koma félaginu fomilega á laggirnar, hafi
verið mun meiri en gert var ráð fyrir.
Stofnanir eins og Hlutafélagaskrá og
Verðbréfaþing Islands hf. eru mjög ná-
kvæmar í störfum sínum og kröfur til al-
menningshlutafélaga mjög strangar.
Innheimta hlutafjárloforða gekk nokk-
uð vel. Af samtals 50 milljón króna lof-
orðum innheimtust u.þ.b. 46 milljónir
þannig að 4 milljónir voru ekki greiddar.
Eftir á að hyggja er þetta ekki slæmt inn-
heimtuhlutfall en töluverð vinna var lögð
í að reyna að innheimta útistandandi lof-
orð.
Hlutafé Valsmanna var strax komið í
vörslu hjá Verðbréfastofunni hf. Eign í
verðbréfum er nú um 21,2 milljónir kr.
og bankainnistæður um 16 milljónir kr.
Greiddar voru 5,5 milljónir til knatt-
spymudeildar. Fjárfesting vegna skiltis
er komin í um 4,2 m. kr.(en skiltitð mun
kosta í heild um 9 m. kr.) Kostnaður við
stofnun Valsmanna hf. var um 1,2 m. kr.
Samtals eru þetta 48,2 milljónir. I
reynd er ekki nema 1,2 m. kr. kostnaður
hjá Valsmönnum því litið er á greiðslu til
knattspymudeildar og framkvæmdir
vegna skiltis sem fjárfestingu. Fjárhags-
staða Valsmanna hf. er því sterk, pen-
ingalegar eignir eru rúmar 37 millj. kr.
auk annarra eigna í leikmönnum og
skilti, sem gefur af sér góðar árlegar tekj-
ur.
A vormánuðum barst beiðni frá knatt-
spynudeild Vals um þátttöku í leik-
mannakostnaði deildarinnar. Miklar um-
ræður fóru fram innan stjórnarinnar um
hvers konar form ætti að vera á slíkum
samningi og hvaða upphæðir ætti að
leggja í þetta mál. Að lokum var gengið
frá tveggja ára samningi við deildina.
Valsmenn greiddu 5,5 millj. kr. til knatt-
spymudeildar og eignast í staðinn hlut í
leikmönnum. Ef um sölu á einstaka leik-
mönnum verður að ræða getur myndast
umtalsverður söluhagnaður. Fram hefur
Myndarlegur auglýsingastandur er risinn að Hlíðarenda fyrir tilstilli Valsmanna lif. og
er um álitlega fjáifestingu að rœða.
komið í máli foráðamanna knattspymu-
deildar að þessi samningur hafi riðið
baggamuninn í baráttunni um endur-
heimt sæti í úrvalsdeildinni.
Strax á öðrum stjórnarfundi var tekin
ákvörðun um að skoða möguleika á
byggingu auglýsingastands á Hlíðarenda.
Auglýsingastandar þessir, sem nú eru
víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu, geta
verið arðvænlegar fjárfestingar. Alls eru
9 auglýsingar í gangi á sama tíma. Hug-
myndin að þessu skilti er ekki ný af nál-
inni en það hefur ávallt skort fjármagn til
framkvæmda. Þetta er töluverð fjárfest-
ing en á að geta skilað okkur og Val tölu-
verðum tekjum í framtíðinni. Skiltið
blasir vel við víða að.
Gríðarleg vinna hefur farið í að öðlast
öll tilskilin leyfi fyrir þessari fram-
kvæmd. Andstöðu- og skilningsleysi sem
mætti okkur í borgarkerfinu hvarflaði
ekki að okkur. í byggingamefnd, skipu-
lagsnefnd, umferðarnefnd og svo mætti
lengi telja. Allir höfðu allt á hornum sér
varðandi þetta mál. En með þrjósku,
mikilli vinnu og ómetanlegri hjálp
ónefndra manna fengust loks öll tilskilin
leyfi.
Það hefur skapað nokkra erfiðleika í
starfsemi Valmanna hf. að starf á skrif-
stofu Vals lá niðri um langt skeið í upp-
hafi ársins. Gert hafði verið ráð fyrir að
bókhald og annað skrifstofustarf hlutafé-
lagsins yrði unnið á skrifstofu Vals. Nú
er verið að leggja lokahönd á bókhald fé-
lagsins og útgáfu hlutabréfa félagsins.
Hlutabréf í félaginu verða send út inn-
an nokkurra vikna en töluverð umræða
varð hvort senda ætti hlutabréf út. Eins
og kunnugt er þá eru flest hiutafélög að
taka upp rafræna skráningu hlutabréfa og
verður þá hætt að gefa út hlutabréf. Fjöl-
margir hluthafar í Valsmönnum hafa hins
vegar lýst því yfir að þeir vilji fá hluta-
bréf í hendur og því hafa þau verið prent-
uð.
Rétt er að benda á að Verðbréfastofan
hefur til sölu hlutabréf í Valsmönnum hf.
sem eru eign félagsins sjálfs. Hægt er að
kaupa þessi bréf hjá Verðbréfastofunni
Suðurlandsbraut 18 og eru hlutabréfin
útbúin um leið og kaupin fara fram.
Hlutabréfin eru kjörin gjöf við hverskon-
ar tækifæri, s.s. skímargjöf, afmælisgjöf,
brúðargjöf og jólagjöf bæði til Vals-
manna og annarra.
Stefnt er að aðalfundi Valsmanna hf. í
mars á næsta ári. Þá verður lagður fram
ársreikningur og skýrsla stjómar. Þá
gefst gott tækifæri til að ræða málefni fé-
lagsins.
66
Valsblaðið 2000