Valsblaðið - 01.05.2000, Page 37

Valsblaðið - 01.05.2000, Page 37
bilið, fengu viðurkenningarskjal. Einnig fékk þjálfarinn, Ragnar Vignir, viður- kenningu fyrir vel unnin störf því honum fólst erfitt verkefni vel af hendi. Þjálfarar: Bergur Már Emilsson (fram að áramótum), Ragnar Vignir eftir ára- mót. 7. flokkur 87 Alls voru um tíu iðkendur í flokknum en aðeins komu tveir iðkendur upp úr minniboltanum. Því tefldum við fram al- gjörlega nýju liði. Arangurinn var góður og framfarimar miklar. Við byrjuðum neðstir og náðum að vinna okkur upp um fimm sæti og höfnuðum í því tíunda. Þessi flokkur á eftir að láta kveða á sér í framtíðinni. Það er ekki spuming um hvort heldur hvenær því í liðinu eru margir efnilegir íþróttamenn. Þjálfariflokksins: Agúst S. Björgvinsson (fyrsta árið með liðið). Aðstoðarþjálfari: Sigþór Björgvinsson. Leikmaður flokksins: Guðmundur Krist- jánsson. Mestu framfarir: Jóhann B. Guðmunds- son. Ahugi og ástundun: Hörður Ingason og Teitur Magnússon. 10. sæti íslandsmóti og 4. sæti á Reykja- víkurmóti. 8. flokkur 86 I byrjun tímabils settu leikmenn sér það markmið að komast upp í A-riðil og vinna til íslandsmeistaratitilsins. Mögu- leikamir á því voru alls ekki slæmir en við þurftum að vera duglegir að vinna í okkar málum til þess að ná því mark- miði. Ég treysti þessum hópi til að takast á við það verkefni. í fyrsta móti lentum við í öðru sæti eftir að hafa tapað á móti Keflavík með 1 stigi. En það var ekki aðalástæðan fyrir því að við kæmust ekki, aðalástæðan var sú að við vomm ekki með bónusstig. I annarri umferð í B-riðli mættu aðeins þrjú önnur lið. Vegna þess áttum við ekki möguleika á því að komast upp um riðil og fyrir ein- hvem misskilning héldu leikmenn að þeir ættu ekki möguleika á að detta niður um riðil. En raunin varð önnur. Liðið tapaði tveimur leikjum og vann einn með 50 stigum en það nægði ekki því við vorum ekki með bónusstig. Liðið spilaði því í C-riðli í 3. og síðustu um- ferðinni þar sem það vann alla leikina örugglega og lenti í 10. sæti. Þjálfari flokksins: Ágúst S. Björgvinsson (öðru ár með liðið). Aðstoðarþjálfari: Sigþór Björgvinsson. Leikmaður flokksins: Indriði Thorodd- sen. Mestu framfarir: Alexander Dungal og Sveinn Einarsson. Ahugi og ástundun: Gunnar Skúlason og Steingrímur Gauti Ingólfsson. 10. sæti á Islandsmóti. 3. sæti á Reykjavíkurmóti. Gautaborg Basketball Festeval, 3. sæti í riðlinum en datt út í 8-liða B-úrslitum. 9. flokkun 85 9. flokkur samanstendur af fámennum hópi sem hefur æft lengi sarnan. Til að fylla upp í liðið eru notaðir leikmenn úr '86 árgangnum og hefur sá hópur náð mjög vel saman. Árangurinn hefur samt látið á sér standa en liðið er í mikilli framför. Þess bera að geta að hópurinn er búinn að spila tólf leiki og tapa aðeins einum núna í haust. Þetta er góður hópur sem á eftir að ná langt ef leikmennimir standa saman. Þjálfari flokksins: Ágúst S. Björgvinsson (þriðja árið með liðið). Aðstoðarþjálfari: Sigþór Björgvinsson. Leikmaður flokksins: Atli Antonsson. Mestu framfarir: Baldvin Dungal. Ahugi og ástundun: Ingólfur Magnússon. 12. sæti á Islandsmóti. 3. sæti á Reykjavíkurmóti. Gautaborg Basketball Festeval 4. sæti í riðlinum, B-meistarar. 10. flokkup 84 Þetta er hópur sem nær æ betur saman því mórallinn er betri nokkru sinni fyrr. 10. flokkur spilaði aðeins í einni umferð í fyrra og var árangurinn ágætur. En strákamir fengu góðar sárbætur í staðin, ferð til Gautaborgar á sama mót og 8. og 9. flokkur. Liðinu gekk illa í riðlinum sínum, endaði í einum af sterkustu riðl- um mótsins en þegar í úrslitakeppnina var komið var eins og allt annað lið hefði mætt til leiks. Liðið burstaði fyrstu tvo leikina en tapaði naumlega gegn sterku liði frá Noregi með 5 stiga mun. Þjálfari flokksins: Sævaldur Bjamason (fyrsta árið með liðið). Leikmaðurflokksins: Birgir Már Arnórss. Mestu framfarir: Stefán Hrafn Sigfússon. Ahugi og ástundun: Emst Fannar Gíslas. 12.-15. sæti Islandsmóti. 3. sæti á Reykjavrkurmóti. Gautaborg Basketball Festeval, 4 sæti í riðlinum, 4-liða B-úrsIit. Aðalstjópn Vals virðip fyrir sér hugmyndir að nýju skipulag að Hlíðarenda. Tillögur þessar eru unnar af Kristjáni Ásgeirssyni arkitekt. Valsblaðið 2000 37

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.