Valsblaðið - 01.05.2000, Page 62

Valsblaðið - 01.05.2000, Page 62
+ Baldur Steingrímsson fæddup 21. júní 1904 - dáinn 5. september 2000 Þann 5. september s.l. lést í Reykjavík Baldur Steingrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri, 96 ára að aldri. Hann hafði lengst af, frá því hann fluttist til Reykjavíkur norðan úr Þingeyjarsýslu þar sem hann var fæddur, búið á Skeggjagötu 6, í mikilli nálægð við Hlíðarenda. Baldur var við góða heilsu fram undir það síð- asta og gekk daglega á milli heimilis síns og Droplaugarstaða þar sem hann borðaði gjaman hádegisverð hin síðari ár, en kona hans Margrét Símonardóttir lést árið 1989. Með Baldri er genginn maður sem átti að baki mikið starf fyr- ir Knattspyrnufélagið Val og var vel þekktur meðal eldri félags- manna. Hann var gjaldkeri Vals samfleytt í 20 ár frá 1940 tii 1960 og þegar hann lét af störfum hafði enginn maður setið lengur í stjóm félagsins frá upphafi. Ekki hefur verið kannað hvort það afrek hefur verið slegið síðan, en það verður að teljast ólíklegt. I grein í Valsblaðinu árið 1959, þar sem greint er frá kjöri hans í 20. sinn, er sérstaklega vikið að því að Baldur hafi verið einn hinna öruggustu og traustustu starfsmanna Vals. „Hann nýtur óskoraðs trausts, ekki aðeins innan Vals, heldur og íþróttahreyfingarinnar í heild hér í bænum,“ segir ennfremur í blaðinu. Baldur kom sem áhugamaður í Val, ekki til að taka þátt í leik, heldur til að takast á við félagsstörf innan Vals. Auk þeirra starfa sat hann í stjórn og framkvæmdastjóm íþróttabandalags Reykja- víkur frá stofnun þess 1944 til ársins 1947. Ekki þarf að efa að mikið amstur fylgdi því að vera gjaldkeri Vals í tuttugu ár enda var á þeirn árum ráðist í verulegar framkvæmdir á svæðinu að Hlíðarenda. Að mörgum þeim framkvæmdum búum við enn að í dag og erum ánægðir með. I minningargreinum, sem ritaðar voru um Baldur, kom fram að hann var þeirra kynslóðar sem ekki eyddi um efni fram, barst ekki á en leið heldur aldrei skort. Ekki er að efa að félagið hefur notið þess ríkulega að hafa gjaldkera við stjómvölinn sem hafði þessi lífsviðhorf. Knattspymufélagið Valur stendur í þakkarskuld við Baldur Steingrímsson og sendir sonum hans og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur Reynir Vignir, formaður + Benedikt Þ. Jakobsson fæddur 29. maí 1920 - dáinn 5. nóvember 2000 Við andlát Benedikts Þ. Jakobssonar fækkaði um einn í dyggum hópi stuðningsmanna Knattspymufélagsins Vals. í þeim hópi hafði hann verið frá unga aldri og sýnt félaginu ræktarsemi og áhuga alla tfð. Benedikt var ekki eini meðlimur fjölskyldu sinn- ar sem fylgdi félaginu að málum því þrír af fjórum sonum hans og Svandísar konu hans iðkuðu íþróttir í Val frá bamæsku og til fullorðinsára og urðu þekktir afreksmenn innan félagsins í fleiri greinum en einni. í viðtali sent birtist í Valsblaðinu árið 1969 sagði Benedikt frá því að hann hefði byrjað að taka syni sína með sér á völlinn mjög unga og taldi ekki óhugsandi að það hafi haft áhrif á áhuga þeirra á íþróttum og Val. „Þegar ég varð svo verulega var við áhuga þeirra hvatti ég þá til að fara á Valsvöllinn og leika sér þar og þegar þeir fóru að ná þeim árangri að vera valdir í keppnislið fór ég að fylgjast með þeiin og horfa á leiki þeirra," sagði hann líka í sama viðtali. Þannig kynntumst við, sem vorum samtíma sonum hans í Val, Benedikt fyrst. Hann fylgdist dyggilega með kappleikjum okkar hvort sem þeir voru að Hlíðarenda eða annars staðar í Reykja- vík. Hann kom oftast gangandi á völlinn og þótt hann léti ekki mikið fyrir sér fara leyndi stuðningur hans sér ekki og þétt handtakið að leik loknum sagði okkur meira en mörg orð. Benedikt fylgdist með leikjum Vals alla tíð og alltaf þegar hann sá okkur félagana á vellinum heilsaði hann kumpánlega og það var gaman að hitta hann. Ekki brást það að hann mætti á Hlíðarenda í afmæliskaffið 11. maí ár hvert og hans verður saknað þann dag á næsta ári þegar félagið heldur upp á 90 ára afmæli sitt. Benedikt sóttist ekki eftir stjórnarstörfum eða vegtyllum innan Vals en hann var til staðar, greiddi sitt félagsgjald og unni félaginu. Hann var einn þeirra manna sem hverju íþróttafélagi er nauðsynlegur og stuðningur hans og hvatning til sona hans og félaga þeirra skil- aði félaginu miklu á sínum tíma. Fyrir hönd þessara félaga og annarra Valsmanna flyt ég Svandísi konu hans, sonum þeirra og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Reynir Vignir, formaður 62 Valsblaðið 2000

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.