Valsblaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 6
• fl að fjölga eða fækka liðum í 1. deild?
• Uantar sterkari persónleika í boltann?
• Hvers vegna hefur áhugi á handbolta dvínað?
Geir Sveinsson, þjálfari Vals,
ræðir um meistaraflokkinn,
árin í atvinnumennskunni og landsliðsmálin
Það er auðvelt að vera vitur eftir á, segir
Geir Sveinsson.
Þrátt fyrir að hafa byrjað seint að æfa
handbolta er Geir Sveinsson, þjálfari
meistaraflokks Vals, einn albesti hand-
knattleiksmaður sem við Islendingar
höfum átt. Hann hefur leikið um 350
landsleiki fyrir íslands hönd og hefur
hampað íslandsmeistaratitlinum 5 sinn-
um ásamt því að hafa orðið Reykjavíkur-
og bikanneistari og hlotið fjölda per-
sónulegra viðurkenninga. Uti í hinum
stóra heimi hefur hann ekki látið fara
minna fyrir sér þar sem hann hefur með-
al annars orðið bikar- og Evrópumeistari
með Valencia á Spáni. En kom einhvem
tímann til greina að Geir hefði valið aðra
íþróttagrein?
„Nei, það kom aldrei til greina. Ætli
ég væri bara ekki einhversstaðar í 3.
deild með bumbuna út í loftið, eða jafn-
vel löngu hættur, hefði ég t.d. valið fót-
boltann.“
Eða dómari. Er ekki alltaf sagt að þeir
sem geta ekki neitt í íþróttum endi
sem dómarar?
„Maður hefur jú heyrt það og ætli það
hefði ekki orðið hlutskipti mitt í knatt-
spyrnunni.“
Nú áttu glæsilegan handknattleiksferil
að baki en þú byrjaðir nokkuð seint
að æfa?
„Já, ég byrjaði ekki fyrr en ég var 12 eða
13 ára gamall að æfa handbolta og fót-
bolta. Eg var svo alveg á fullu í báðum
íþróttum þar til ég gerði mér það ljóst að
ég átti heima í handboltanum. Ég var
valinn í öll unglingalandsliðin í hand-
bolta og oft á tíðum spilaði ég einnig
með næsta landsliði fyrir ofan þann ald-
urshóp sem ég átti að vera í. Þetta var
því ntjög auðvalið fyrir mig.“
Þú keniur svo inn í Valsliðið mjög
ungur.
„Fyrsta meistaraflokksleikinn spilaði ég
16 ára og það var árið 1980 í Laugar-
dalshöllinni. Ég fékk örlítið forskot á
Itina strákana eins og Júlíus, Valdimar
og Jakob. Ég kom inn um vorið en svo
komu hinu ungu strákarnir inn þá um
haustið. Fyrst um sinn átti maður ekki
fast sæti þrátt fyrir að vera alltaf í hópn-
um en þegar ég var 19 ára gamall fór ég
að spila reglulega - 1983. Síðan lék ég
með Valsliðinu alveg þar til árið 1989
þegar ég fór út í atvinnumennskuna.
Það var eftir B-keppnina frægu en
margir strákar fóru út í atvinnumennsk-
una þá. Ég hóf ferilinn hjá Granollers á
Spáni og var ég þar í tvö ár. Fór síðan
til Valencia, kom síðan heim í eitt ár,
fór aftur út til Valencia, aftur heim og
lék tvö ár í Frakklandi og síðan tvö ár í
Þýskalandi."
Þú komst heim eftir að hafa orðið
Evrópumeistari með Valencia, hvernig
stóð á því?
„Það vildi nú þannig til að í nóvember
það ár, ('94) gerðu forráðamenn klúbbs-
ins okkur grein fyrir því að liðið væri
búið að missa aðalstyrktaraðilann og allt
væri í óvissu varðandi launagreiðslur
okkar. I kjölfarið fóru ýmsir vafasamjr
hlutir að koma í ljós varðandi fjármál
klúbbsins sem endaði með afsögn forseta
og stjómar félagsins. Þeir sem tóku við
gerðu okkur grein fyrir stöðunni og
sögðu að okkur væri frjálst að fara frá
félaginu. En jafnframt tóku þeir fram að
ef við yrðum Evrópumeistarar fengjum
við launin okkar og allir leikmennimir
ákváðu að snúa bökum saman og klára
verkefnið. Við gerðum það en fengum
hins vegar aldrei krónu greidda og eftir
að hafa gengið á spariféð þessa mánuði
var maður sár og svekktur og vildi bara
koma heim.“
Þú hefðir samt getað verið áfrani úti?
„Já, nokkur félög vildu fá mig en ég leit
á það sem besta kostinn að koma heim.
Þá var undirbúningurinn fyrir HM '95 í
fullum gangi og ég fór að vinna við
hann. Ég gat því einbeitt mér alfarið að
handboltanum og ég held að það hafi
verið ein af ástæðunum fyrir því að mér
6
Valsblaðið 2000