Valsblaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 3

Valsblaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 3
Efnisyfirlit Guð er með oss I nýrri bók rithöfundarins Einars Más Guðmundssonar „Draumar á jörðu“, segir á einum stað. „Svo stóðu þær við Grandavörina. Þama settist sólin og þama var Iitli torfbærinn þar sem Haraldur og Sigrún, afi hennar og amma bjuggu. Torf- bæimir voru óðum að hverfa þó að sjávamiðurinn léki við hvert fótmál og öldumar risu sem svipmikil tún, þótt engin böm hoppuðu lengur á milli sæbarða hnullunga einsog þegar pabbi hennar var lítill drengur. „Sjáðu himininn og sólina," sagði Guðný móðir hennar, „hvem- ig hún glampar á sjónum þar sem guð einn getur speglað sig“. „Bjó guð til sjóinn?" spyr Sæunn. „Já, guð býr til allt,“ segir móðir hennar, „og þegar við emm komnar til hans verðurn við hluti af þessu öllu.“ Svona var hún amma mín bjartsýn. Hún trúði á fegurð sköpunarverksins og mátt bænarinnar, þrátt fyrir saggafullt kjallaragrenið, fátæktina og baslið. Innra með sér vissi hún að öll él styttir upp um síðir og hvorki regngrá skýin í loftinu, né bleytukrapinn á gólfinu breyttu neinu þar um, frekar en önnur hnefahögg heimsins. Þegar börnin voru farin burt og hún ein eftir átti hún ekkert handa þeim nema bænir og litlar gjafir sem hún sendi til þeirra á jólunum og þau minnast sem horfinna dýrgripa. Þessi kafli úr ágætri bók rithöfundarins Einars Más kom upp í huga minn er ég settist niður til að hugleiða aðventuna, komu jólanna og jólin sjálf. Einmitt á þessum tíma ársins koma upp í huga okkar allra hinir gömlu góðu tímar. Jólin eins og þau voru haldin hátíðleg fyrr á árum. Tímamir breytast svo hratt að það sem er nýtt í dag er orðið gamalt á morgun. Við minnumst jólanna oft sem „horfinna dýrgripa“. Það er ekki óeðlilegt að spyrja sjálfan sig hvort hátíðin, sem nú er að ganga í garð, séu dýrgripir sem eru horfnir á braut. Vissulega hefur umgjörð þeirra breyst. Allt hið ytra er glæsilegra en áður var. í dag væri það ekki merkilegt að fá gefins eitt jólaepli á „litlu jólunum" í skólanum, einsog undirritaður fékk að gjöf í skólanum sínum Langholtsskóla forðum daga. í dag er jafnvel rætt um það hvort hægt sé að halda „Iitlu jólin" í skólanum vegna kennsluskyldu kennara og tilhögun á kennslustarf- inu.Vonandi leggst sá góði siður ekki niður, svo dýrmætur sem hann er öllum nemendum. Það er rétt, tímamir breytast hratt, það sem er nýtt í dag er orðið gamalt á morgun. Umhverf- ið mótar öðruvísi í dag en það gerði á uppvaxtarárum mínum. I dag spyrja sum sunnudags- skólaböm prestinn sinn „hvar eigi að skafa“ á Jesúmyndunum, væntanlega til að sjá lottótöl- umar. Einhver böm biðja foreldra sína að „spila“ bamamessuna aftur þegar komið er heim á sunnudegi. Biðja um „replay". Það er rétt hjá þeim að því Ieyti að aðventan og jólasagan kernur til okkar aftur og aftur, hún er endurtekin. I tvöþúsund ár hefur boðskapur aðventu og jóla verið fluttur okkur. Þó að hann berist okkur á annan hátt en hann gerði fyrir nærri tvö þúsund ámm hefur inni- haldið ekkert breyst. Það er það sama öld eftir öld. Boðskapurinn um það, að guð hafi svo elsk- að heiminn að hann gaf sinn eingetinn son, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Hið „skærasta ljós“ var tendrað. Ljósið sem átti eftir að lýsa upp allt myrkur. Ljósið sem sífellt bendir á gleðina, fögnuðinn, fyrirgefninguna umhyggju og kærleika. Það er þess vegna sem aðventan og jól hafa verið haldin hátíðleg, það er þess vegna sem þau tala til okkar. Vissulega fá þau okkur til að líta til baka í tímanum, að bamsins einlæga hjarta, til gömlu góðu stundanna en síður að því sem er framundan og varðað er ljósi hans sem fæddist á jólum. Við minnumst þeirra annars vegar vegna „horfmna dýrgripa" en ekki síður sem framtíðar- sýnar. Sú framtíðarsýn kristallast í orðinu „Immanúel'1 sem þýðir að „Guð er með oss“. Megi hann „hinn lifandi Guð“ vera með okkur á aðventu og jólum því allt er í höndum Guðs og hann lætur ekki aðstoð sína bresta. Guð gefi ykkur helg og gleðiteg jól. Séra Vigfús Þór Arnason ■ y, Séra Vigfús Þór Árnason. Valsblaðiö • 52. árgangur 2000 Útgefandi: Knattspyrnufélagið Valur. Félagsheimili, íþróttahús og leikvellir aö Hlíðarenda við Laufásveg Ritstjóri: Þorgrimur Þráinsson • Ritnefnd: Ragnar Ragnarsson • Umbrot og útlit: HelgaTómasdóttir Ljósmyndir: Sigurjón Ragnar, Þorsteinn Ólafs o.fl. • Myndskönnun og plötugerð: ÍP Prentþjónustan ehf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. • Bókband: Flatey hf. • Sérstakar þakkir til Þorsteins Ólafs fyrir aö lána myndir og góðan prófarkarlestur. 3 6 10 16 17 23 25 26 28 29 30 30 31 35 38 39 41 42 45 47 47 48 49 50 52 57 58 60 61 66 HugveKja Geir Sveinsson Skýrsla aðalstjórnar Víkingur Arnórsson Skýrsla knattspyrnuðeildar Einar Óii Guðmundsson Elísabet Anna Kristjánsdóttir Sára Friðrik Friðriksson Kristrún Njálsdóttir Skýrsla handknattleíksdeildar Golfmót Vals Valsmaður ársins 1999 Valsfjölskyldan Skýrsla körfuknattleiksdeildar Matthías Guðmundsson Gestagangur Gothia Cup 3. flokkur Gautaborg Basketball Festeval Elfa Hreggviðsdóttir Körfuknattleiksskóli Vals Óvissuferð Rising Star Gothia Cup 2. flokkur Fannar Þór Friðgeirsson Hringborðsumræður Zeljko Sankovic Sumarbúðir í borg Snorri Steinn Guöjónsson Uppskeruhátíö knattspyrnudeildar Minning Valsmenn hf. Valsblaðið 2000 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.