Valsblaðið - 01.05.2000, Síða 29
Starfið er margt
. Valsstúlkur
sigurvegarar
Ársskýrsla handknattleiksdeildar árið 2000
Keppnistímabilið 1999-2000 hjá hand-
knattleiksdeild Vals var ekki það besta í
sögu deildarinnar. Það var heldur ekki
það versta og hægt er að draga margt
gott fram í dagsljósið. Meistaraflokkur
karla hóf tímabilið með ágætum en þeg-
ar leið á keppnistímabilið varð liðið að
sætta sig við þá staðreynd að lenda í 9.
sæti í deildinni og varð því ekki meðal
þeirra 8 liða sem komust í úrslitakeppn-
ina. Þetta var annað árið í röð sem meist-
araflokki karla tókst ekki að komast í úr-
stlitakeppnina og muna elstu menn ekki
annað eins. Þó voru bjartar hliðar á lið-
inu enda tveir af atvinnumönnum Vals,
þeir Geir Sveinsson þjálfari og Júlíus
Jónasson, komnir heim til að leika með
liðinu.
Liðið féll sömuleiðis snemma úr leik í
bikarkeppninni þannig að það varð að
sætta sig við að vera titlalaust þetta tíma-
bilið eins og á undan. Keppnistímabilið
leið þó ekki án þess að titlar bærust að
Hlíðarenda. Meistaraflokkur kvenna end-
aði í 7. sæti í deildinni og lenti á móti
sterku liði FH-inga í úrslitakeppninni.
Valur sigraði í öðrum leiknum en beið
lægri hlut 1-2 í hrinunni og féll þannig
úr leik. En það var bikarúrslitaleikur
kvenna í febrúar sem gerði Valsmenn
stolta. Kvennalið Vals hafði með glæsi-
legum leik og ótrúlegri baráttu komist
alla leið í úrslitaleikinn í bikarkeppninni
og háði leik gegn Gróttu-KR fyrir þétt
skipaðri Laugardalshöll. Leikurinn verð-
ur lengi í minnum hafður sökum þess
hversu líflegur hann var því liðin skipt-
ust á að skora nánast allan leikinn þannig
að framlengja varð tvisvar. Og það voru
að sjálfsögðu Valsstúlkur sem stóðu uppi
sem sigurvegarar og fögnuðu vel og
lengi.
Bama- og unglingastarf var í blóma
síðastliðið tímabil. Veg og vanda að því
starfi hafði Óskar Bjami Óskarsson, sem
nú hefur horfið á braut til Noregs, þar
sem hann þjálfar karlalið Stabæk. Hand-
knattleiksdeild Vals hefur verið það
Valsstúlkurnar urðu bikarmeistarar á tímabilinu og héldu heiðri félagsins á lofti. Agúst
Jóhannsson þjálfari starir stoltur á stúlkurnar sínar.
Agúst þjálfari, sem nú er orðinn lands-
liðsþjálfari kvenna, fékk kalda sturtu
„með öllu“ eftir bikarsigur meistara-
flokks kvenna á síðasta keppnistímabili.
lánsöm undanfarin ár að njóta starfs-
krafta nokkurra bestu handboltaþjálfara
landsins og hefur það góða fólk skilað
frábærum árangri. Yngri flokkar Vals
stóðu sig vel þegar litið er á heildina en
nauðsynlegt er fjölga iðkendum á næsta
ári. Hæst ber árangur 2. flokks stúlkna
en Valur varð Islandsmeistari í þeim
flokki enda skipa margar af efnilegustu
handboltastúlkum landsins þann hóp.
Félagsstarf var með ágætum og ber að
þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt í
því. Hvort sem það var að skipuleggja
Þorrablót, heimaleiki, bikarúrslitaleik
eða annað.
Valsmönnum öllum, nær og fjær, sendi
ég kveðjur árs og friðar.
Karl Jónsson,
leiðtogi
handknattleiksdeildar Vals.
Valsblaðið 2000
29